Norska stjórnin vill öll spil upp á borðið 6. nóvember 2010 05:00 Öflug öryggisgæsla er starfrækt í sendiráðinu hér á landi rétt eins og í öðrum löndum. fréttablaðið/Vilhelm Bandaríska sendiráðið í Osló hefur starfrækt leyniþjónustudeild, sem hefur safnað upplýsingum um hundruð norskra ríkisborgara. Meðal þeirra sem starfað hafa fyrir deildina eru fimmtán til tuttugu Norðmenn, þar á meðal fyrrverandi norskir lögreglumenn á eftirlaunum. Norska sjónvarpsstöðin TV2 skýrði frá þessu í gær. Norsk stjórnvöld hafa gert athugasemdir og krafist skýringa frá bandarískum stjórnvöldum. Jens Stoltenberg forsætisráðherra krefst þess að öll spil verði lögð á borðið í þessu máli. Hann segist ekki hafa vitað neitt af þessu fyrr en fjölmiðlar skýrðu frá málinu í gær. Í sendiráðum Bandaríkjanna eru starfræktar öryggisskrifsstofur, sem sjá meðal annars um öryggisgæslu við sendiráðið. Innan þeirra eru starfrækt teymi, svokölluð Surveillance Detective Units, sem hafa það hlutverk að fylgjast með grunsamlegum mannaferðum við sendiráðið og skrá upplýsingar um einstaklinga sem virðast vera að fylgjast með sendiráðinu. Upplýsingar af þessu tagi hafa á seinni árum verið geymdar í SIMAS, gagnabanka bandarískra stjórnvalda sem ætlaður er til að koma í veg fyrir hryðjuverk og glæpi, meðal annars gegn sendiráðum og starfsfólki þess. Í þennan gagnabanka eru skráðar upplýsingar á borð við nafn, aldur, kyn, hæð, þyngd, augnlit, háralit, heimilisfang, símanúmer, nöfn foreldra, ríkisfang og líkamleg sérkenni. Bandaríska sendiráðið í Reykjavík vill hvorki neita því né játa að hér á landi sé safnað upplýsingum í gagnabanka af þessu tagi. „Bandaríkjastjórn gerir sér grein fyrir því að sendiskrifstofur okkar víða um heim eru hugsanleg skotmörk,“ segir Laura Gritz, talsmaður sendiráðsins í Reykjavík. „Við eigum í samstarfi við stjórnvöld gistiríkja um að gera allt sem við getum til að vernda sendifulltrúa okkar og starfsfólk, þar á meðal innlenda starfsmenn á hverjum stað,“ segir hún en tekur fram: „Við gefum ekki nákvæmar upplýsingar um tilteknar öryggisráðstafanir.“ „Mér er ekki kunnugt um neitt slíkt njósna- eða öryggissamstarf hér á landi,“ segir Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra. „En ef svo er þá er það eitthvað sem ég tel að ég sem dómsmálaráðherra ætti að vita um, og þá ætti að upplýsa mig um slíkt, og það hefur ekki verið gert.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Bandaríska sendiráðið í Osló hefur starfrækt leyniþjónustudeild, sem hefur safnað upplýsingum um hundruð norskra ríkisborgara. Meðal þeirra sem starfað hafa fyrir deildina eru fimmtán til tuttugu Norðmenn, þar á meðal fyrrverandi norskir lögreglumenn á eftirlaunum. Norska sjónvarpsstöðin TV2 skýrði frá þessu í gær. Norsk stjórnvöld hafa gert athugasemdir og krafist skýringa frá bandarískum stjórnvöldum. Jens Stoltenberg forsætisráðherra krefst þess að öll spil verði lögð á borðið í þessu máli. Hann segist ekki hafa vitað neitt af þessu fyrr en fjölmiðlar skýrðu frá málinu í gær. Í sendiráðum Bandaríkjanna eru starfræktar öryggisskrifsstofur, sem sjá meðal annars um öryggisgæslu við sendiráðið. Innan þeirra eru starfrækt teymi, svokölluð Surveillance Detective Units, sem hafa það hlutverk að fylgjast með grunsamlegum mannaferðum við sendiráðið og skrá upplýsingar um einstaklinga sem virðast vera að fylgjast með sendiráðinu. Upplýsingar af þessu tagi hafa á seinni árum verið geymdar í SIMAS, gagnabanka bandarískra stjórnvalda sem ætlaður er til að koma í veg fyrir hryðjuverk og glæpi, meðal annars gegn sendiráðum og starfsfólki þess. Í þennan gagnabanka eru skráðar upplýsingar á borð við nafn, aldur, kyn, hæð, þyngd, augnlit, háralit, heimilisfang, símanúmer, nöfn foreldra, ríkisfang og líkamleg sérkenni. Bandaríska sendiráðið í Reykjavík vill hvorki neita því né játa að hér á landi sé safnað upplýsingum í gagnabanka af þessu tagi. „Bandaríkjastjórn gerir sér grein fyrir því að sendiskrifstofur okkar víða um heim eru hugsanleg skotmörk,“ segir Laura Gritz, talsmaður sendiráðsins í Reykjavík. „Við eigum í samstarfi við stjórnvöld gistiríkja um að gera allt sem við getum til að vernda sendifulltrúa okkar og starfsfólk, þar á meðal innlenda starfsmenn á hverjum stað,“ segir hún en tekur fram: „Við gefum ekki nákvæmar upplýsingar um tilteknar öryggisráðstafanir.“ „Mér er ekki kunnugt um neitt slíkt njósna- eða öryggissamstarf hér á landi,“ segir Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra. „En ef svo er þá er það eitthvað sem ég tel að ég sem dómsmálaráðherra ætti að vita um, og þá ætti að upplýsa mig um slíkt, og það hefur ekki verið gert.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira