Bannað að heita Santa María 23. febrúar 2010 06:00 María Hjálmtýsdóttir er pirruð. Alþjóðlegi matvælarisinn Santa Maria hamast nú á matsölustaðnum á Laugaveginum og meinar honum að heita Santa María. Fréttablaðið/Stefán „Átján mánuðum eftir að við opnuðum fengum við harðort bréf frá íslenskum hæstaréttarlögmanni, sem segir okkur að til að forðast aðgerðir frá umbjóðanda þeirra sem er risafyrirtæki sem selur krukkusósur og tex-mex-dótarí í stórmörkuðum, verðum við að hætta allri notkun á nafninu Santa María," segir María Hjálmtýsdóttir, annar eigenda matsölustaðarins Santa María á Laugavegi. „Þeir halda því fram að val okkar á nafni sé tilraun til að gerast sníkjudýr á viðskiptavild þeirra. Það er náttúrlega algjört bull. Við höfum engan áhuga á að kenna okkur við krukkumat. Við höfum alltaf gefið okkur út fyrir að selja alvöru mexíkóskan mat sem á ekkert skylt við það sem kallast tex-mex og stendur svo rækilega merkt á öllum vörum frá þeim." María segir Santa María-nafnið dæmigert og geti varla talist frumlegt. „Við bentum góðfúslega á að um allan heim væri hellingur af fyrirtækjum og aðilum sem nota nafnið Santa María og þeir gætu líklega komist í enn feitari bita ef þeir tékkuðu á santamaria.com, santamaria.org, santamaria.de, santamaria.es, santamaria.it og svo framvegis. Listinn er endalaus." María segir aðfinnslurnar koma beint frá höfuðstöðvum keðjunnar. „Í síðustu viku kom fulltrúi Santa Maria á Norðurlöndum í heimsókn og var hinn kátasti. Hann kannaðist ekkert við málið og sagði þvert á móti að hann myndi vilja útvega okkur vörur frá fyrirtækinu til að auglýsa þær hjá okkur." Matsölustaðurinn hefur komið til móts við keðjuna. Búið er að taka nafnið úr gluggum og af matseðlum síðan deilurnar hófust. Einnig er búið að taka allt út af léninu www.santa-maria.is. „Þennan samstarfsvilja þakkar keðjan okkur í gegnum lögmannsstofuna, en heimtar svo að til þess að málinu ljúki af þeirra hálfu þá framseljum við þeim lénið og látum afskrá leyfið okkar fyrir nafninu hjá Einkaleyfastofu," segir María og viðurkennir að vera orðin dálítið pirruð á yfirganginum. „Við erum bara litlir gaurar við Laugaveginn sem höfum ekkert efni á að fara í hart við svona flottræfils risafyrirtæki í Evrópu sem beitir fyrir sig uppskrúfuðum hæstaréttarlögmönnum sem varla glittir í mennsku hliðina á. Ég bara veit ekki hvað gerist næst. Hvort við skiptum um nafn eða hvað." Valborg Kjartansdóttir hjá lögfræðiskrifstofunni Sigurjónsson og Thor ehf., sem fer með málið fyrir alþjóðlegu matvælakeðjuna, tjáir sig ekki um það við fjölmiðla. drgunni@frettabladid.is Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Joe Cocker látinn Lífið Eistnaflug í Neskaupstað Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Sjá meira
„Átján mánuðum eftir að við opnuðum fengum við harðort bréf frá íslenskum hæstaréttarlögmanni, sem segir okkur að til að forðast aðgerðir frá umbjóðanda þeirra sem er risafyrirtæki sem selur krukkusósur og tex-mex-dótarí í stórmörkuðum, verðum við að hætta allri notkun á nafninu Santa María," segir María Hjálmtýsdóttir, annar eigenda matsölustaðarins Santa María á Laugavegi. „Þeir halda því fram að val okkar á nafni sé tilraun til að gerast sníkjudýr á viðskiptavild þeirra. Það er náttúrlega algjört bull. Við höfum engan áhuga á að kenna okkur við krukkumat. Við höfum alltaf gefið okkur út fyrir að selja alvöru mexíkóskan mat sem á ekkert skylt við það sem kallast tex-mex og stendur svo rækilega merkt á öllum vörum frá þeim." María segir Santa María-nafnið dæmigert og geti varla talist frumlegt. „Við bentum góðfúslega á að um allan heim væri hellingur af fyrirtækjum og aðilum sem nota nafnið Santa María og þeir gætu líklega komist í enn feitari bita ef þeir tékkuðu á santamaria.com, santamaria.org, santamaria.de, santamaria.es, santamaria.it og svo framvegis. Listinn er endalaus." María segir aðfinnslurnar koma beint frá höfuðstöðvum keðjunnar. „Í síðustu viku kom fulltrúi Santa Maria á Norðurlöndum í heimsókn og var hinn kátasti. Hann kannaðist ekkert við málið og sagði þvert á móti að hann myndi vilja útvega okkur vörur frá fyrirtækinu til að auglýsa þær hjá okkur." Matsölustaðurinn hefur komið til móts við keðjuna. Búið er að taka nafnið úr gluggum og af matseðlum síðan deilurnar hófust. Einnig er búið að taka allt út af léninu www.santa-maria.is. „Þennan samstarfsvilja þakkar keðjan okkur í gegnum lögmannsstofuna, en heimtar svo að til þess að málinu ljúki af þeirra hálfu þá framseljum við þeim lénið og látum afskrá leyfið okkar fyrir nafninu hjá Einkaleyfastofu," segir María og viðurkennir að vera orðin dálítið pirruð á yfirganginum. „Við erum bara litlir gaurar við Laugaveginn sem höfum ekkert efni á að fara í hart við svona flottræfils risafyrirtæki í Evrópu sem beitir fyrir sig uppskrúfuðum hæstaréttarlögmönnum sem varla glittir í mennsku hliðina á. Ég bara veit ekki hvað gerist næst. Hvort við skiptum um nafn eða hvað." Valborg Kjartansdóttir hjá lögfræðiskrifstofunni Sigurjónsson og Thor ehf., sem fer með málið fyrir alþjóðlegu matvælakeðjuna, tjáir sig ekki um það við fjölmiðla. drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Joe Cocker látinn Lífið Eistnaflug í Neskaupstað Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Sjá meira