Við förum ekki lengur í peysuföt á sunnudögum Lára Óskarsdóttir skrifar 15. nóvember 2010 11:09 Hvers vegna vill fólk aðskilnað kirkju og þjóðar? Margir byggja þá skoðun sína á því hvernig komið er fyrir kirkjunni í dag. Þá helst varðandi hvernig tekið er á afbrotum manna sem starfa innan hennar. Hún hefur ekki fylgt tíðarandanum segja sumir, og enn aðrir vilja meina að þessi stofnun sé of dýr fyrir okkur. Sjónarmið eins og hvers vegna að lýsa stuðningi við eina trú fremur en aðra verða æ háværari. Þessi gagnrýni á öll rétt á sér og eflaust er þetta ekki tæmandi upptalning. Ég hef sjálf velt þessu fyrir mér en ástæða þessarar greinar er beiðni Biskupstofu til okkar sem bjóðum okkur fram til Stjórnlagaþings um að svara könnun hvort við viljum breytingu á 62. grein Stjórnarskrárinnar. Mitt svar í könnunni er ég vil ekki breytingu og færi ég eftirfarandi rök fyrir skoðun minni. Í dag ber Þjóðkirkjunni að þjóna öllum þegnum þjóðarinnar hvort sem þeir tilheyra henni eða ekki. Hugum að því hve mikilvægur þáttur það er. Það hafa ekki allir ráð á að greiða fyrir aðstoð þegar á reynir og geta leitað í það fasta land sem kirkjan er. Þó það sé til staðar ríkir hér að sjálfsögðu algjört valfrelsi varðandi trúmál. Margra upplifun, þar á meðan mín, er að kirkjan hafi mátt standa sig betur varðandi afbrot starfsmanna. Það eru sterkir hópar innan kirkjunnar sem vilja opnari kirkju og telja jafnvel tengingu við ríkið vera höft. Ég vona að kirkjan nái sínum markmiðum án þess að aftengjast þjóðinni og treysti því að næstu ár muni verða breyting innan hennar. Líf hennar hangir á þeim bláþræði. Kirkjan skal í hvívetna vera til fyrirmyndar varðandi mannréttindi, hún skal vera opin og þorin stofnun sem tekur á sínum málum. Oft er við nefnum stjórnarskrá bera mannréttindi og jafnréttindi á góma. Hugum aðeins að því hvar við, sem kristin þjóð í vestrænu ríku, erum stödd varðandi þetta tvennt. Mannréttindi eru sjálfsögð réttindi og eigum við blóði drifna sögu að baki, við fengum málfrelsið og jafnréttið ekki á silfurfati. Margir færa þau rök fyrir andstöðu við kirkjuna að hún sé dýrkeypt afturhald. Það er rétt en engu að síður hefur kirkjan eins og hún er hér á Norðurlöndum þróast að mestu í takt við samfélagsmynd okkar. Ég treysti nútíma þjóðkirkju einna best til þess að halda verndarhendi um almenn mannréttindi. Ef kirkjan aftur á móti tekur sig ekki taki er hætta á að aðskilnaður muni sjálfkrafa eiga sér stað því stofnunin er ekki að standa undir væntingum þjóðarinnar. Við förum ekki lengur í peysuföt á sunnudögum. Við erum framsækin þjóð sem þarf kirkju sem starfar í þágu þegnanna. Lára Óskarsdóttir, frambjóðandi til Stjórnlagaþings no 6406 www.lara6406.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Hvers vegna vill fólk aðskilnað kirkju og þjóðar? Margir byggja þá skoðun sína á því hvernig komið er fyrir kirkjunni í dag. Þá helst varðandi hvernig tekið er á afbrotum manna sem starfa innan hennar. Hún hefur ekki fylgt tíðarandanum segja sumir, og enn aðrir vilja meina að þessi stofnun sé of dýr fyrir okkur. Sjónarmið eins og hvers vegna að lýsa stuðningi við eina trú fremur en aðra verða æ háværari. Þessi gagnrýni á öll rétt á sér og eflaust er þetta ekki tæmandi upptalning. Ég hef sjálf velt þessu fyrir mér en ástæða þessarar greinar er beiðni Biskupstofu til okkar sem bjóðum okkur fram til Stjórnlagaþings um að svara könnun hvort við viljum breytingu á 62. grein Stjórnarskrárinnar. Mitt svar í könnunni er ég vil ekki breytingu og færi ég eftirfarandi rök fyrir skoðun minni. Í dag ber Þjóðkirkjunni að þjóna öllum þegnum þjóðarinnar hvort sem þeir tilheyra henni eða ekki. Hugum að því hve mikilvægur þáttur það er. Það hafa ekki allir ráð á að greiða fyrir aðstoð þegar á reynir og geta leitað í það fasta land sem kirkjan er. Þó það sé til staðar ríkir hér að sjálfsögðu algjört valfrelsi varðandi trúmál. Margra upplifun, þar á meðan mín, er að kirkjan hafi mátt standa sig betur varðandi afbrot starfsmanna. Það eru sterkir hópar innan kirkjunnar sem vilja opnari kirkju og telja jafnvel tengingu við ríkið vera höft. Ég vona að kirkjan nái sínum markmiðum án þess að aftengjast þjóðinni og treysti því að næstu ár muni verða breyting innan hennar. Líf hennar hangir á þeim bláþræði. Kirkjan skal í hvívetna vera til fyrirmyndar varðandi mannréttindi, hún skal vera opin og þorin stofnun sem tekur á sínum málum. Oft er við nefnum stjórnarskrá bera mannréttindi og jafnréttindi á góma. Hugum aðeins að því hvar við, sem kristin þjóð í vestrænu ríku, erum stödd varðandi þetta tvennt. Mannréttindi eru sjálfsögð réttindi og eigum við blóði drifna sögu að baki, við fengum málfrelsið og jafnréttið ekki á silfurfati. Margir færa þau rök fyrir andstöðu við kirkjuna að hún sé dýrkeypt afturhald. Það er rétt en engu að síður hefur kirkjan eins og hún er hér á Norðurlöndum þróast að mestu í takt við samfélagsmynd okkar. Ég treysti nútíma þjóðkirkju einna best til þess að halda verndarhendi um almenn mannréttindi. Ef kirkjan aftur á móti tekur sig ekki taki er hætta á að aðskilnaður muni sjálfkrafa eiga sér stað því stofnunin er ekki að standa undir væntingum þjóðarinnar. Við förum ekki lengur í peysuföt á sunnudögum. Við erum framsækin þjóð sem þarf kirkju sem starfar í þágu þegnanna. Lára Óskarsdóttir, frambjóðandi til Stjórnlagaþings no 6406 www.lara6406.is
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar