Innlent

Ungur síbrotamaður hlaut níu mánaða dóm

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness.
Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness.
Liðlega tvítugur karlmaður var dæmdur í níu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir líkamsárásir og fjölmörg umferðarlagabrot. Sjö mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir það að hafa hótað lögreglumanni og fjölskyldu hans ofbeldi þegar lögreglumenn höfðu afskipti af honum. Maðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir líkamsárás.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×