Lífið

Erfitt að vera ein

Cheryl Cole. MYND/BANG Showbiz
Cheryl Cole. MYND/BANG Showbiz

Breska söngkonan Cheryl Cole, 27 ára, er hrædd við þá tilhugsun að vera einsömul en á hinn bóginn er hún mjög sátt við að hafa sparkað fótboltahetjunni sem hélt framhjá henni.

Cheryl sem söng lagið Fight for This Love sem hún samdi eftir að fótboltamaðurinn Ashley Cole, 29 ára, hélt framhjá henni fyrr á þessu ári hefur slegið í gegn svo ekki sé meira sagt. Cheryl er ekki enn búin að jafna sig á skilnaðinum.

„Mér finnst erfitt að vera ein en ég er á góðri leið með að ná jafnvægi á ný," viðurkenndi Cheryl.

„Þetta var hræðilegur tími en ég veit að ég gerði rétt með því að hætta með honum. Mér fannst ég vera svikin en ég ætla að læra af reynslunni og taka því sem að höndum ber. Þessum kafla í lífi mínu er lokið."

Bókin hennar, Through My Eyes, kemur út innan tíðar þar sem hún ræðir opinskátt um skilnaðinn og tíma hennar með Ashley.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.