Lífið

Súpermódel segir kærastanum upp

Linda Evangelista. MYNDIR/BANG Showbiz
Linda Evangelista. MYNDIR/BANG Showbiz

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá kanadíska súpermódelið Lindu Evangelistu, 45 ára, sem sagði upp kærastanum, manninum á bak við Hard Rock Café-hugmyndina, Peter Morton, 64 ára, eftir fjögurra ára samband.

Sagan segir að þau náðu ekki sáttum um hvar þau ættu að búa. Samkvæmt heimildarmanni vildi Peter búa í Los Angeles en Linda í Kanada eða New York.

Parið trúlofaðist í fyrra þrátt fyrir að fjölskylda Peter var ekki par hrifin af hugmyndinni.

Þau kynntust þegar Linda var ófrísk af syni hennar, Augustin, árið 2006, en enginn veit hver faðirinn er.

Fjölmiðlafulltrúi Lindu hefur aldrei viljað ræða við fjölmiðla með hverjum hún á drenginn en eitt er vitað og það er að áður en hún kynntist Peter átti hún í ástarsambandi við fótboltastjörnuna Fabian Barthez og líka leikarann Kyle MacLachlan.

Stjörnumerkjapælingar, spjall og spár á Lífinu á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.