Lífið

Merk bók, rómantík og matur

It´s Complicated Meryl Streep og Alec Baldwin leika aðalhlutverkin í It´s Complicated.
It´s Complicated Meryl Streep og Alec Baldwin leika aðalhlutverkin í It´s Complicated.

Auk ævintýramyndarinnar Where the Wild Things Are verða þrjár kvikmyndir frumsýndar hérlendis um helgina.

The Book of Eli er framtíðarmynd með Denzel Washington, Gary Oldman og Milu Kunis í aðalhlutverkum. Myndin gerist eftir að hrikalegir atburðir hafa lagt heiminn og siðmenninguna í rúst. Eli (Washington) gætir merkilegrar bókar sem inniheldur þekkingu sem er mannkyninu gleymd en gæti reynst afskaplega mikilvæg í endurreisn samfélagsins. The Book of Eli er fyrsta mynd Hughes-bræðra síðan From Hell kom út árið 2001. Þeir slógu í gegn með Menace II Society árið 1993 og sendu í kjölfarið frá sér Dead Presidents.

Úr smiðju Nancy Meyers, sem hefur áður leikstýrt Something"s Gotta Give og The Holiday, kemur rómantíska gamanmyndin It"s Complicated. Myndin segir frá tveimur mönnum sem berjast um hylli sömu konunnar. Með aðalhlutverk fara Meryl Streep, Alec Baldwin og John Krasinski.

Teiknimyndin Skýjað með kjötbollum á köflum er byggð á einni vinsælustu barnabók allra tíma og hefur verið lýst sem gómsætustu þrívíddar-gamanmynd ársins. Flint er ungur vísindamaður sem dreymir um að skapa eitthvað stórkostlegt sem mun bæta líf allra í bænum. Þegar matarvélin hans verður að veruleika fer skyndilega að rigna niður alls konar mat.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.