Lífið

Lady Gaga hné niður

Fékk aðsvif Söngkonan Lady Gaga þurfti að aflýsa tónleikum vegna veikinda. Hún bað aðdáendur sína afsökunar á Twitter síðu sinni. Söngkonan hefur verið þekkt fyrir að ótroðnar slóðir í fatavali sínu en hún er ein stærsta stjarna poppheimsins um þessar mundir.
Nordic Photos/Getty
Fékk aðsvif Söngkonan Lady Gaga þurfti að aflýsa tónleikum vegna veikinda. Hún bað aðdáendur sína afsökunar á Twitter síðu sinni. Söngkonan hefur verið þekkt fyrir að ótroðnar slóðir í fatavali sínu en hún er ein stærsta stjarna poppheimsins um þessar mundir. Nordic Photos/Getty
Aflýsa þurfti tónleikum söngkonunnar Lady Gaga á fimmtudagskvöld vegna veikinda tónlistarkonunnar aðeins klukkustund áður en þeir áttu að hefjast.

Læknar söngkonunnar bönnuðu henni að fara á svið eftir að hún hné niður í búningsherbergi sínu skömmu fyrir tónleikana. Hún átti í erfiðleikum með andardrátt og var með óreglulegan hjartslátt sem læknar töldu afleiðingar ofþreytu. Lady Gaga bað aðdáendur sína afsökunar á Twitter síðu sinni seinna um kvöldið. „Ég hef grátið stanslaust síðustu tvo tímana, mér finnst sem ég hafi brugðist aðdáendum mínum í kvöld. Klukkutíma fyrir tónleikana fékk ég aðsvif og átti erfitt með andardrátt. Sjúkraliðar komu til að sinna mér og sögðu mér að hjartsláttur minn væri óreglulegur. Ég heyrði í tónleikagestunum fagna þaðan sem ég sat í búningsherberginu mínu." skrifaði söngkonan sem hefur verið á ferð og flugi mestan hluta ársins 2009 við tónleikahald.

Söngkonan, sem er 23 ára gömul, sló í gegn árið 2008 með laginu Just Dance og hefur síðan þá gefið út tvær hljómplötur sem selst hafa í um átta milljón eintökum. Hún var tilnefnd til sex Grammy verðlauna fyrir fyrstu hljómplötu sína, The Fame, og var meðal annars tilnefnd í flokknum um hljómplötu ársins.

Lady Gaga mun næst koma opinberlega fram á Grammy verðlaunaafhendingunni sem fram fer þann 31. janúar næstkomandi, en söngkonan hefur verið tilnefnd til fimm verðlauna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.