Erlent

Mannshöfðum dreift meðfram þjóðvegi

Óli Tynes skrifar
Fjöldamorð eru daglegt brauð í Mexíkó.
Fjöldamorð eru daglegt brauð í Mexíkó.

Átta mannshöfuð fundust í dag þar sem þeim hafði verið fleygt tveimur og tveimur meðfram þjóðvegi í Durango héraði í Mexíkó.

Lík fólksins hafa ekki fundist. Lögreglan segir að það hafi verið á milli 25 og 30 ára gamalt. Talið er víst að þetta tengist baráttu eiturlyfjahringa í landinu.

Lögreglan segir að auk þessa hafi þrír lögreglumenn verið skotnir til bana þegar þeir stöðvuðu bifreið í Puebla héraði til að leita í henni.

Yfir 25 þúsund manns hafa fallið í Mexíkó síðan í desember árið 2006, þegar Felipe Calderon forseti sagði glæpasamtökum stríð á hendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×