Útsvar hækkar í Reykjavík - varanlegar aðgerðir Ingimar Karl Helgason skrifar 27. október 2010 18:30 Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs segir viðbúið að útsvar hækki á næsta ári, en það dugi ekki eitt og sér. Hækka þurfi gjöld og skera niður. Borgarbúar verði að búa sig undir að þetta verði varanlegt. Niðurskurður og tekjuöflun fyrir næsta ár voru rædd í borgarráði fyrir helgina. Meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins, telur að gatið milli útgjalda og tekna sem verði að brúa nemi fjórum og hálfum milljarði króna. „Þetta er auðvitað þriðja árið í niðurskurði, og verður erfitt," segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs. „Okkur sýnist blasa við að þetta verði blanda af hagræðingaraðgerðum, einhverjum breytingum á gjaldskrá og hreyfingu á sköttum." -Hvað sérðu fyrir þér að útsvar borgarbúa hækki mikið á næsta ári? „Við eigum inni ónýtt útsvar upp á 0,25% og getum hækkað það um það, þannig að við verðum eins og Kópavogur, Hafnarfjörður og önnur stærstu sveitarfélög landsins. Það skilar okkur samt ekki nema broti af því gati sem við þurfum að brúa. Við erum að horfa á einhverja blöndu af aðgerðum." Farið verði yfir áhrifin á fólk og fjölskyldur og hvað komi sanngjarnast niður. Dagur segir að ekki sé einungis sé horft til næsta árs, heldur næstu 5 til 10 ára í rekstri borgarinnar. Hagspár og greiningar sýni að það taki 5 ár að komast á svipaðan stað í tekjum og fyrir hrun. Því sé óskynsamlegt að gera tímabundnar ráðstafanir sem eigi ekki við nú, heldur aðeins þegar breytingar verði til skemmri tíma. „Þetta þýðir á mannamáli að þær breytingar og sá sparnaður sem við þurfum að ná er ekki bara mikill, hann verður að vera varanlegur. Þetta þarf að gerast með skipulagsbreytingum, endurhugsun á þeirri þjónustu sem fyrir er. Þetta er viðkvæmt og þarf að vinna með okkar starfsfólki og öllu fólkinu sem nýtur þjónustu borgarinnar. En undan verkefninu verður ekki vikist."Hér er hægt að sjá viðtalið við Dag B. Eggertsson í heild sinni. Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs segir viðbúið að útsvar hækki á næsta ári, en það dugi ekki eitt og sér. Hækka þurfi gjöld og skera niður. Borgarbúar verði að búa sig undir að þetta verði varanlegt. Niðurskurður og tekjuöflun fyrir næsta ár voru rædd í borgarráði fyrir helgina. Meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins, telur að gatið milli útgjalda og tekna sem verði að brúa nemi fjórum og hálfum milljarði króna. „Þetta er auðvitað þriðja árið í niðurskurði, og verður erfitt," segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs. „Okkur sýnist blasa við að þetta verði blanda af hagræðingaraðgerðum, einhverjum breytingum á gjaldskrá og hreyfingu á sköttum." -Hvað sérðu fyrir þér að útsvar borgarbúa hækki mikið á næsta ári? „Við eigum inni ónýtt útsvar upp á 0,25% og getum hækkað það um það, þannig að við verðum eins og Kópavogur, Hafnarfjörður og önnur stærstu sveitarfélög landsins. Það skilar okkur samt ekki nema broti af því gati sem við þurfum að brúa. Við erum að horfa á einhverja blöndu af aðgerðum." Farið verði yfir áhrifin á fólk og fjölskyldur og hvað komi sanngjarnast niður. Dagur segir að ekki sé einungis sé horft til næsta árs, heldur næstu 5 til 10 ára í rekstri borgarinnar. Hagspár og greiningar sýni að það taki 5 ár að komast á svipaðan stað í tekjum og fyrir hrun. Því sé óskynsamlegt að gera tímabundnar ráðstafanir sem eigi ekki við nú, heldur aðeins þegar breytingar verði til skemmri tíma. „Þetta þýðir á mannamáli að þær breytingar og sá sparnaður sem við þurfum að ná er ekki bara mikill, hann verður að vera varanlegur. Þetta þarf að gerast með skipulagsbreytingum, endurhugsun á þeirri þjónustu sem fyrir er. Þetta er viðkvæmt og þarf að vinna með okkar starfsfólki og öllu fólkinu sem nýtur þjónustu borgarinnar. En undan verkefninu verður ekki vikist."Hér er hægt að sjá viðtalið við Dag B. Eggertsson í heild sinni.
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira