Lífið

Airwaves í símanum

Everything Everything spilar á Airwaves. Hægt er að fylgjast með hátíðinni í gegnum snjallsíma.
Everything Everything spilar á Airwaves. Hægt er að fylgjast með hátíðinni í gegnum snjallsíma.
Tónleikagestir á Iceland Air­waves geta í fyrsta sinn í ár fengið að fylgjast með ýmsu sem tengist þessari tónlistarhátíð í gegnum símann sinn. Þeir geta fylgst með biðröðum í gegnum farsímann sinn, fengið strikamerki í símann sem geymir upplýsingar um hljómsveitir, viðburði og fleira, notað smáforrit sem leiðir þá á réttan tónleikastað og fengið áminningu í símann áður en tónleikar hefjast.

Allir tónleikagestir með snjallsíma, hvort sem þeir eru viðskiptavinir Ring eða ekki, hafa aðgang að þessari tækni sem verður í boði undir merkjum Ring.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.