Synjunarvald og átakastjórnmál 18. janúar 2010 06:00 Stjórnskipan Synjunarvald forseta Enn hefur synjunarvald forseta samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar komizt til umræðu og eftir síðustu synjun hafa raddir orðið háværar um að þessi skipan mála sé óheppileg og eðli embættisins hafi breytzt. – Þrjú atriði hafa sérstaklega verið tilgreind: Að forseti gangi gegn þingræði, að ekki sé heppilegt að einum manni sé falið slíkt vald og stefnt sé að pólitísku forsetaræði. Fullyrt er að forseti gangi gegn þingræðinu (orðanotkun er óheppileg því að þingræði merkir að sérhver ríkisstjórn sitji á skjóli Alþingis og beri ábyrgð fyrir því – orðið þingstjórn væri betra), og hert á með ummælum um að hann hindri störf þingsins og lýsi jafnvel yfir stríði á hendur því og ríkisstjórn. Áður en slík orð falla þyrftu menn að gefa gaum 2. gr. stjórnarskrárinnar þar sem segir að Alþingi og forseti Íslands fari saman með löggjafarvaldið. Hlutur forseta birtist í því að hann staðfestir lög, sbr. 19. gr., gefur út bráðabirgðalög, sbr. 28. gr. og getur synjað lögum staðfestingar, sbr. 26. gr. Þá liggur beint við að spyrja hvort stjórnarskrárgjafinn hafi við setningu stjórnarskrárinnar 1944 hafnað „þingræðinu“ með þessari skipan mála og þjóðin samþykkt það með rúmlega 95% atkvæða. Þá hefur því verið haldið fram að naumast sé það í samræmi við lýðræði að fela einum manni vald – jafnvel geðþóttavald – til að vísa málum til þjóðaratkvæðis og hann hafi þar frjálsar hendur. Vissulega hefur forseti þetta vald samkvæmt bókstaf laganna og engar skorður reistar við beitingu þess. Nú eru stjórnarskrár í rótgrónum lýðræðisríkjum almennt ekki margorðar. En að baki þeim standa ákveðnar óskráðar hefðir sem mótazt hafa í framkvæmd með ákveðin stjórnspekileg og siðferðileg gildi að leiðarljósi, svo sem lýðræði, valddreifingu og mannréttindi. Þess hlýtur því að mega vænta að til forsetaembættis veljist ekki aðrir en þeir sem haldi öll slík gildi í heiðri. Þau móta ekki einungis túlkun ákvæðanna, heldur einnig pólitískt mat forseta á því hvenær synjunarvaldi skuli beitt þegar lagabókstaf sleppir. En í ljósi þess sem þegar er tekið fram má því ætla að forseti hafi, auk framangreindra gilda, hófsemi og málefnaleg sjónarmið að leiðarljósi. Mat forseta birtist síðan í rökstuðningi hans og þar geta skoðanir verið skiptar. Þá er í þriðja lagi bent á að embættið sé komið í hringiðu stjórnmálanna ef forseti synji lögum staðfestingar og sjálf löggjafarsamkoman sé þá berskjölduð fyrir ákvörðunum, jafnvel geti forseti gert Alþingi óstarfhæft. Með því sé embættið orðið pólitískt, stefnan tekið á forsetaræði og stjórnskipan og stjórnskipunarhefðum raskað. Embættið sé þá orðið aflvaki sundrungar í stað sameiningar. Nú er vandséð að það eitt að synja lögum staðfestingar og vísa lögum til þjóðaratkvæðis stefni embættinu í hringiðu stjórnmálanna. Ef forseti hins vegar tekur afstöðu til laganna, þannig að hann annaðhvort hvetji menn til að samþykkja eða synja, þá hefur embættið sogazt inn í þá hringiðu og breytt um eðli. En hefur forseti tekið opinberlega afstöðu laganna, síðari Icesave-laganna (nr. 1/2010), sem nú stendur til að greiða atkvæði um? Þeir sem kynnu að halda því fram verða að styðja mál sitt skýrum rökum. Ef synjunarákvæðið er túlkað á grundvelli bókstafstrúar og í anda átakastjórnmála er ekki hægt að útiloka að til embættis komi forseti sem ynni í þeim anda og synjaði lögum staðfestingar í tíma og ótíma, þannig að þingið yrði lítt starfhæft. Þá hefði Alþingi það úrræði að samþykkja tillögu með stuðningi ¾ hluta þingmanna um að leysa forseta frá embætti enda færi þá fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hana innan þriggja mánaða frá samþykkt Alþingis, sbr. 2. mgr. 11. gr. stjórnarskrárinnar. Ef hins vegar þrátefli verður milli forseta og Alþingis, þannig að Alþingi samþykki þegar í stað lög, sem forseti hefði synjað lítið breytt og þrátefli yrði, vakna spurningar um hvernig eigi að hemja Alþingi. Það yrði bezt gerð með því að koma á fót stjórnlagadómstól. Annars eru ekki önnur úrræði en kjósendur taki í taumana. Ef stjórnarskráin er túlkuð og henni framfylgt í anda þeirra gilda sem að baki hennar búa má vel við 26. gr. una; ef á hinn bóginn stjórnarskráin er túlkuð í anda bókstafstrúar, valdsækni og þeirra siðferðisbresta sem fylgja átakastjórnmálum verður að breyta henni. Og við það yrði varla látið sitja; hverju álitamálinu af öðru yrði hreyft sem fella yrði undir bókstafi stjórnarskrárinnar og þá hætt við að orðaflaumur yrði helzta kennimark hennar. En þá væri rétt að menn spyrðu þeirrar spurningar, hvort margorð og ýtarleg stjórnarskrá sé til marks um gott stjórnarfar. Við lauslega athugun á stjórnarskrám ýmissa ríkja, m.a. í þriðja heiminum, set ég fram þá leiðsögutilgátu að því orðfleiri og áferðarfallegri sem ein stjórnarskrá er því verra sé stjórnarfarið. Þetta væri rétt að skoða nánar áður en ráðizt verður í endurskoðun stjórnarskrárinnar með átakastjórnmálin að leiðarljósi. Höfundur er lagaprófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnskipan Synjunarvald forseta Enn hefur synjunarvald forseta samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar komizt til umræðu og eftir síðustu synjun hafa raddir orðið háværar um að þessi skipan mála sé óheppileg og eðli embættisins hafi breytzt. – Þrjú atriði hafa sérstaklega verið tilgreind: Að forseti gangi gegn þingræði, að ekki sé heppilegt að einum manni sé falið slíkt vald og stefnt sé að pólitísku forsetaræði. Fullyrt er að forseti gangi gegn þingræðinu (orðanotkun er óheppileg því að þingræði merkir að sérhver ríkisstjórn sitji á skjóli Alþingis og beri ábyrgð fyrir því – orðið þingstjórn væri betra), og hert á með ummælum um að hann hindri störf þingsins og lýsi jafnvel yfir stríði á hendur því og ríkisstjórn. Áður en slík orð falla þyrftu menn að gefa gaum 2. gr. stjórnarskrárinnar þar sem segir að Alþingi og forseti Íslands fari saman með löggjafarvaldið. Hlutur forseta birtist í því að hann staðfestir lög, sbr. 19. gr., gefur út bráðabirgðalög, sbr. 28. gr. og getur synjað lögum staðfestingar, sbr. 26. gr. Þá liggur beint við að spyrja hvort stjórnarskrárgjafinn hafi við setningu stjórnarskrárinnar 1944 hafnað „þingræðinu“ með þessari skipan mála og þjóðin samþykkt það með rúmlega 95% atkvæða. Þá hefur því verið haldið fram að naumast sé það í samræmi við lýðræði að fela einum manni vald – jafnvel geðþóttavald – til að vísa málum til þjóðaratkvæðis og hann hafi þar frjálsar hendur. Vissulega hefur forseti þetta vald samkvæmt bókstaf laganna og engar skorður reistar við beitingu þess. Nú eru stjórnarskrár í rótgrónum lýðræðisríkjum almennt ekki margorðar. En að baki þeim standa ákveðnar óskráðar hefðir sem mótazt hafa í framkvæmd með ákveðin stjórnspekileg og siðferðileg gildi að leiðarljósi, svo sem lýðræði, valddreifingu og mannréttindi. Þess hlýtur því að mega vænta að til forsetaembættis veljist ekki aðrir en þeir sem haldi öll slík gildi í heiðri. Þau móta ekki einungis túlkun ákvæðanna, heldur einnig pólitískt mat forseta á því hvenær synjunarvaldi skuli beitt þegar lagabókstaf sleppir. En í ljósi þess sem þegar er tekið fram má því ætla að forseti hafi, auk framangreindra gilda, hófsemi og málefnaleg sjónarmið að leiðarljósi. Mat forseta birtist síðan í rökstuðningi hans og þar geta skoðanir verið skiptar. Þá er í þriðja lagi bent á að embættið sé komið í hringiðu stjórnmálanna ef forseti synji lögum staðfestingar og sjálf löggjafarsamkoman sé þá berskjölduð fyrir ákvörðunum, jafnvel geti forseti gert Alþingi óstarfhæft. Með því sé embættið orðið pólitískt, stefnan tekið á forsetaræði og stjórnskipan og stjórnskipunarhefðum raskað. Embættið sé þá orðið aflvaki sundrungar í stað sameiningar. Nú er vandséð að það eitt að synja lögum staðfestingar og vísa lögum til þjóðaratkvæðis stefni embættinu í hringiðu stjórnmálanna. Ef forseti hins vegar tekur afstöðu til laganna, þannig að hann annaðhvort hvetji menn til að samþykkja eða synja, þá hefur embættið sogazt inn í þá hringiðu og breytt um eðli. En hefur forseti tekið opinberlega afstöðu laganna, síðari Icesave-laganna (nr. 1/2010), sem nú stendur til að greiða atkvæði um? Þeir sem kynnu að halda því fram verða að styðja mál sitt skýrum rökum. Ef synjunarákvæðið er túlkað á grundvelli bókstafstrúar og í anda átakastjórnmála er ekki hægt að útiloka að til embættis komi forseti sem ynni í þeim anda og synjaði lögum staðfestingar í tíma og ótíma, þannig að þingið yrði lítt starfhæft. Þá hefði Alþingi það úrræði að samþykkja tillögu með stuðningi ¾ hluta þingmanna um að leysa forseta frá embætti enda færi þá fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hana innan þriggja mánaða frá samþykkt Alþingis, sbr. 2. mgr. 11. gr. stjórnarskrárinnar. Ef hins vegar þrátefli verður milli forseta og Alþingis, þannig að Alþingi samþykki þegar í stað lög, sem forseti hefði synjað lítið breytt og þrátefli yrði, vakna spurningar um hvernig eigi að hemja Alþingi. Það yrði bezt gerð með því að koma á fót stjórnlagadómstól. Annars eru ekki önnur úrræði en kjósendur taki í taumana. Ef stjórnarskráin er túlkuð og henni framfylgt í anda þeirra gilda sem að baki hennar búa má vel við 26. gr. una; ef á hinn bóginn stjórnarskráin er túlkuð í anda bókstafstrúar, valdsækni og þeirra siðferðisbresta sem fylgja átakastjórnmálum verður að breyta henni. Og við það yrði varla látið sitja; hverju álitamálinu af öðru yrði hreyft sem fella yrði undir bókstafi stjórnarskrárinnar og þá hætt við að orðaflaumur yrði helzta kennimark hennar. En þá væri rétt að menn spyrðu þeirrar spurningar, hvort margorð og ýtarleg stjórnarskrá sé til marks um gott stjórnarfar. Við lauslega athugun á stjórnarskrám ýmissa ríkja, m.a. í þriðja heiminum, set ég fram þá leiðsögutilgátu að því orðfleiri og áferðarfallegri sem ein stjórnarskrá er því verra sé stjórnarfarið. Þetta væri rétt að skoða nánar áður en ráðizt verður í endurskoðun stjórnarskrárinnar með átakastjórnmálin að leiðarljósi. Höfundur er lagaprófessor.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun