Lífið

Minnsta verkstæði bæjarins

Kjartan Biering er nokkuð viss um að verkstæðið sé það minnsta í bænum.  fréttablaðið/Stefán
Kjartan Biering er nokkuð viss um að verkstæðið sé það minnsta í bænum. fréttablaðið/Stefán

„Ég tel það ekki ólíklegt að við séum minnsta verkstæðið í bænum. Þetta er voða lítið og kósí rými og við höfum reynt að gera þetta svolítið heimilislegt. Hér er kaffi á könnunni og andrúmsloftir höfðar til flestra, líka þeirra sem eru tölvuhræddir,“ segir Kjartan Biering, annar eigandi Tæknihliðarinnar sem rekur tölvuverkstæðið Tæknihornið.

Verkstæðið er í litlum 35 fermetra kjallara við Skólavörðustíg og býður upp á ýmiskonar tölvuþjónustu. „Við höfum sérhæft okkur svolítið í viðgerðum á Apple tölvum og einnig erum við í gagnabjörgunum. Við erum kannski svolítið falin en miðbæjarrotturnar vita af okkur þarna, en ég veit ekki með alla hina.“ Aðspurður segir Kjartan plássleysi ekki hamla vinnu á verkstæðinu því með góðri skipulagningu er nægt pláss að hafa.

Í dag eru fimm manns sem starfa hjá Tæknihliðinni en fyrirtækið sérhæfir sig í rekstri og þjónustu tölvukerfa fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Auk þess býður fyrirtækið upp á Netfreyju, sem er netþjónn sem hentar öllum fyrirtækjum. Hægt er að heimsækja heimasíðu Tæknihornsins á www.taeknihlidin.is. -sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.