Innlent

Nafn mannsins sem lést á Ingólfsfjalli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn sem lést þegar svifvængur hans hrapaði með hann í hlíðum Ingólfsfjalls um miðjan dag á mánudag hét Grzegorz Czeslaw Rynkowski. Hann var fæddur í Póllandi 13.03.1976. Hann var búsettur á höfuðborgarsvæðinu og lætur eftir sig sambýliskonu. Rannsókn málsins miðar vel en hún er unnin af rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×