Lífið

Sömdu lag fyrir Haítí

u2 Hljómsveitin U2 og rapparinn Jay Z hafa tekið upp lag til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans á Haítí.
u2 Hljómsveitin U2 og rapparinn Jay Z hafa tekið upp lag til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans á Haítí.

Hljómsveitin U2 og rapparinn Jay Z hafa tekið upp lag til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans á Haítí. Þeim til aðstoðar verður upptökustjórinn Swizz Beatz. Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem U2 styrkir þá sem minna mega sín því eftir fellibylinn Katrinu tók sveitin upp lagið The Saints Are Coming með rokkurunum í Green Day.

„Bono fékk símtal frá upptökustjóranum Swizz. Hann og Jay-Z vildu gera eitthvað fyrir fólkið á Haítí. Kvöldið eftir komum við saman, sömdum lagið, tókum það upp og sendum það til þeirra,“ sagði gítarleikarinn The Edge. Talið er að lagið komi fyrir eyru manna á allra næstu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.