Lífið

Golf í stað rokksins

Hljómsveitarrmeðlimir Kings of Leon hafa tekið sér frí frá tónlistinni og spila golf.
Hljómsveitarrmeðlimir Kings of Leon hafa tekið sér frí frá tónlistinni og spila golf.
Rokksveitin Kings of Leon hefur sagt skilið við rokklífernið og leggur nú stund á golf. „Nathan er frábær kylfingur en Caleb nálgast hann óðfluga. Útgefandi þeirra vonast til að þeir muni gefa út aðra plötu nú í ár en þeir fara sér hægt í þeim efnum. Þeim liggur ekkert á. Nú ætla þeir að njóta lífsins fjarri upptökuverinu,“ var haft eftir heimildarmanni sem sagði jafnframt að mikil samkeppni ríkti meðal hljómsveitarmeðlima.

Auk þess að leika golf hefur trymbillinn Nathan einnig hafið innflutning á gæðavíni frá Frakklandi og má því með sanni segja að þeir ætli sér að njóta lífsins til hins ýtrasta.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.