Innlent

Iceland Express flýtir brottför í fyrramálið

Iceland Express ætlar að flýta flugi félagsins til London og Kaupmannahafnar í fyrramálið. Vélarnar fara klukkan 05:30 frá Keflavík í stað 07:00 vegna væntanlegrar lokunar Keflavíkurflugvallar snemma á morgun.

Í tilkynningu frá félaginu segir að farþegar sem eiga bókað flug með félaginu eru beðnir enn sem fyrr að fylgjast vel með, því áætlun getur breyst með stuttum fyrirvara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×