Lífið

Býr til þúfur fyrir Gerplu

Trygve Jónas Eliassen, yfirmaður leikmunadeildar Þjóðleikhússins, hefur í nógu að snúast við þúfugerðina.
Trygve Jónas Eliassen, yfirmaður leikmunadeildar Þjóðleikhússins, hefur í nógu að snúast við þúfugerðina.
Mikil þúfugerð fer nú fram á smíðaverkstæði Þjóðleikhússins vegna leikritsins Gerpla sem verður frumsýnt 12. febrúar. Smíðaverkstæðið hefur aftur tekið við sínu gamla hlutverki sem vinnusvæði og þar hefur Trygve Jónas Eliassen, yfirmaður leikmunadeildar, haft í nógu að snúast við þúfugerðina. Vopn og verjur eru einnig að streyma í hús og má því búast við því að hausar og útlimir fari að fjúka á næstunni.

Æfingar á Gerplu standa nú sem hæst undir styrkri stjórn Baltasars Kormáks. Með hlutverk fóstbræðrana Þorgeirs Hávarssonar og Þormóðs Kolbrúnarskálds fara Björn Thors og Jóhannes Haukur Jóhnnesson. Aðrir leikarar eru Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Atli Rafn, Lilja Nótt Þórarinsdóttir og Sindri Birgisson.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.