Innlent

Spá mildu veðri um áramótin

Útlit er fyrir fremur milt veður á landinu öllu um áramótin. Spár gera ráð fyrir hægri suð-vestanátt og fremur hlýju veðri, segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Á vestanverðu landinu má búast við skýjuðu veðri og smá vætu á gamlárskvöld. Mestar líkur eru á rigningu á Vestfjörðum og Norð-Vesturlandi, en líkur á smá sudda sunnan- og vestanlands. Hiti gæti farið í fimm gráður yfir daginn. Útlit er fyrir bjartara veður á austanverðu landinu, og hita nálægt eða jafnvel undir frostmarki, segir Haraldur. - bj










Fleiri fréttir

Sjá meira


×