Dagsektir ef starfsmenn eru án vinnustaðaskírteina 17. maí 2010 03:30 Lögin beinast fyrst í stað að byggingariðnaði og veitingahúsarekstri. Félagsmálaráðherra segir reynsluna sýna að það séu geirar sem ástæða sé til að haf varann á gagnvart. fréttablaðið/gva Eftirleiðis skulu allir starfsmenn og atvinnurekendur í byggingariðnaði og veitingarekstri hafa vinnuskírteini á sér við störf sín. Alþingi samþykkti lög þess efnis í síðustu viku. Möguleiki er á að þetta eigi við fleiri atvinnugreinar. Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra var flutningsmaður frumvarpsins. Hann segir það nauðsynlegt til að tryggja réttindi starfsmanna og að lágmarksstarfskjör séu virt. Mýmörg dæmi séu um hið gagnstæða á undanförnum árum og lögin taki á því. Þá sé mikilvægt að hægt sé að ganga úr skugga um það með einföldum hætti, hvort verið sé að svíkja út atvinnuleysisbætur. „Tvær leiðir voru færar í þessu; önnur var sú að fara í stórfellt opinbert eftirlit, en hana vildum við ekki fara. Hin var sú að aðilar vinnumarkaðarins sæju um þann þátt. Við getum ekki liðið það að réttindi séu brotin á erlendu launafólki eða menn geti stundað stórfelld svik í atvinnutryggingakerfinu og það séu engin úrræði við líði.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi lögin harðlega í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Þar sagði hann málið óhugnanlegt og þegar það sé sett saman við ýmis konar boð og bönn minni samfélagið helst á Austur-Þýskaland. Árni Páll segir gagnrýni Sigmundar athyglisverða. „Framsóknarflokkurinn gerði aldrei athugasemdir við málið meðan það var til meðferðar í þinginu, hann virðist hafa haft einhverjum öðrum hnöppum að hneppa.“ Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, segist ekki hafa séð frumvarpið. Það hafi ekki verið sent skrifstofunni til umsagnar. Hún segir mikilvægast að huga að því að varlega sé farið í skráningu og söfnun persónuupplýsinga, í tengslum við útgáfu slíkra skírteina. Þá verði að tryggja að þau séu ekki notuð í öðrum tilgangi. „Mér sýnist þetta snúa að vinnuveitandanum og að hann fari eftir lögum. Ég á því erfitt með að sjá mannréttindavinkil á þessu, fyrirtæki sem slík geta ekki notið mannréttinda.“kolbeinn@frettabladid.is árni páll árnason Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Eftirleiðis skulu allir starfsmenn og atvinnurekendur í byggingariðnaði og veitingarekstri hafa vinnuskírteini á sér við störf sín. Alþingi samþykkti lög þess efnis í síðustu viku. Möguleiki er á að þetta eigi við fleiri atvinnugreinar. Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra var flutningsmaður frumvarpsins. Hann segir það nauðsynlegt til að tryggja réttindi starfsmanna og að lágmarksstarfskjör séu virt. Mýmörg dæmi séu um hið gagnstæða á undanförnum árum og lögin taki á því. Þá sé mikilvægt að hægt sé að ganga úr skugga um það með einföldum hætti, hvort verið sé að svíkja út atvinnuleysisbætur. „Tvær leiðir voru færar í þessu; önnur var sú að fara í stórfellt opinbert eftirlit, en hana vildum við ekki fara. Hin var sú að aðilar vinnumarkaðarins sæju um þann þátt. Við getum ekki liðið það að réttindi séu brotin á erlendu launafólki eða menn geti stundað stórfelld svik í atvinnutryggingakerfinu og það séu engin úrræði við líði.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi lögin harðlega í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Þar sagði hann málið óhugnanlegt og þegar það sé sett saman við ýmis konar boð og bönn minni samfélagið helst á Austur-Þýskaland. Árni Páll segir gagnrýni Sigmundar athyglisverða. „Framsóknarflokkurinn gerði aldrei athugasemdir við málið meðan það var til meðferðar í þinginu, hann virðist hafa haft einhverjum öðrum hnöppum að hneppa.“ Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, segist ekki hafa séð frumvarpið. Það hafi ekki verið sent skrifstofunni til umsagnar. Hún segir mikilvægast að huga að því að varlega sé farið í skráningu og söfnun persónuupplýsinga, í tengslum við útgáfu slíkra skírteina. Þá verði að tryggja að þau séu ekki notuð í öðrum tilgangi. „Mér sýnist þetta snúa að vinnuveitandanum og að hann fari eftir lögum. Ég á því erfitt með að sjá mannréttindavinkil á þessu, fyrirtæki sem slík geta ekki notið mannréttinda.“kolbeinn@frettabladid.is árni páll árnason
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira