Innlent

Enn búist við töfum á samgöngum

Búist er við enn frekari töfum á samgöngum í dag í Evrópu vegna vetrarharkanna sem hafa geisað í álfunni. Um þúsund Íslendingar voru strandaglópar á flugvöllum í Evrópu um helgina en nokkrar vélar lentu á flugvellinum í Keflavík í nótt. Þar var um að ræða vélar frá Kaupmannahöfn og Osló og í morgun lenti vél frá Iceland Express sem kom frá Gatwick í Bretlandi.

Þá fóru einnig vélar héðan yfir til Evrópu í nótt, ein til Kaupmannahafnar og önnur til London. Í Bretlandi er þó varað við enn frekari töfum í dag enda er kuldakastið síst í rénum. Í gær fóru aðeins 20 vélar í loftið frá Heathrow flugvelli en á venjulegum Sunnudegi fara um 1300 vélar um völlinn.

Á norður Írlandi var met slegið í nótt þegar frostið mældist 17,6 gráður en mesta frostið á Bretlandi í nótt var þó í Buckinghamskíri þar sem mælar sýndu 19.6 gráður á celsíus. Veðurfræðingar segja að mestu vetrarhörkur í heila öld sé að ræða og er víða búist við 20 sentimetra jafnföllum snjó í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×