Innlent

Hafís nálgast Vestfirði

Mynd/Landhelgisgæslan
Mynd/Landhelgisgæslan
Hafís er nú nálægt Vestfjörðum og næstu daga er útlit fyrir að hann færist nær landi, að fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Gera má ráð fyrir að hafísröndin verði um 10 til 12 sjómílur frá landi á morgun og ógni siglingaleið frá Barða norður á Straumnes. Siglingaleiðin gæti jafnvel lokast á næstu dögum. Eftir helgi er búist við að vindátt verði austlæg, en þá mun hafísinn reka til vesturs og fjarlægjast, að mati Veðurstofunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×