Lífið

Mamma Lady Gaga: Henni heilsast vel

Söngkonan heitir réttu nafni Stefani Joanne Angelina Germanotta.
Söngkonan heitir réttu nafni Stefani Joanne Angelina Germanotta.

Móðir söngkonunnar Lady Gaga segir að dóttir sín sé miður sín eftir að hún þurfti að aflýsa tónleikum síðastliðið fimmtudagskvöld. Læknar söngkonunnar, sem heitir réttu nafni Stefani Joanne Angelina Germanotta, bönnuðu henni að fara á svið eftir að hún hné niður í búningsherbergi sínu skömmu fyrir tónleikana. Hún átti í erfiðleikum með andardrátt og var með óreglulegan hjartslátt sem læknar töldu afleiðingar ofþreytu.

Cynthia Germanotta segir að dóttir sín telji að hún hafi brugðist aðdáendum sínum. Hún segist þó hafa hvatt dóttur sína áfram og sagt henni aðdáendurnir séu henni ekki reiðir.

Á þessari stundu er óvíst hvort Lady Gaga verði aflýsa fleiri tónleikum á næstunni vegna þessa. Cynthia segir að henni heilsast vel.

Söngkonan á næst að troða upp á Grammy verðlaunaafhendingunni í lok mánaðarins en þar er hún tilnefnd til verðlauna.




Tengdar fréttir

Lady Gaga hné niður

Aflýsa þurfti tónleikum söngkonunnar Lady Gaga á fimmtudagskvöld vegna veikinda tónlistarkonunnar aðeins klukkustund áður en þeir áttu að hefjast






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.