Innlent

Mölvaði rúður með hafnaboltakylfu í Reykjanesbæ

Íbúum Reykjanesbæjar var brugðið í morgun þegar ungur maður gekk berserksgang vopnaður hafnaboltakylfu í Njarðvík. Maðurinn var í annarlegu ástandi og tókst honum að brjóta rúður í fjórum bifreiðum og í íbúðarhúsi áður en lögreglumenn yfirbuguðu hann.

Að sögn lögreglu er ekki vitað hvað manninum gekk til með athæfinu. Fólk var í einum bílnum sem maðurinn réðst á og rigndi glerbrotum yfir þá. Lögreglumennirnir sem mættu á staðinn drógu upp kylfur og táragas og þá kastaði maðurinn kylfunni frá sér og gafst upp. Hann dvelur nú í fangageymslu og verður yfirheyrður þegar ástand hans lagast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×