Heyrir almannaútvarp sögunni til? 26. febrúar 2010 06:00 Í grein í Fréttablaðinu 24. febrúar fjallar Pétur Gunnarsson, rithöfundur, um hugmyndir sem ég hef sett fram um almannaútvarp. Þótt mér finnist Pétur stríða við annað en skoðanir mínar kann ég honum þakkir fyrir að halda áfram vangaveltum um þessi mál. Í erindi sem ég hélt við Háskólann á Akureyri 17. febrúar komst ég að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum bæri að aðskilja útvarp og sjónvarp í þeim tilgangi að jafna stöðu þeirra sjónvarpsstöðva sem hér eru reknar og tryggja rekstur útvarpsrásanna með viðunandi hætti. Færði ég rök fyrir því að Sjónvarpið hefði enga þá menningarlegu sérstöðu sem réttlætti ríkisrekstur, hvert sem formið væri en hins vegar hefði Rás 1 og reyndar Rás 2 tekist með ágætum, við erfiðar aðstæður, að sinna hinu þríþætta hlutverki sínu að mennta, skemmta og fræða. Þá ályktun dró ég af samanburði á útvarpsrásum RÚV við aðrar útvarpsrásir og –stöðvar á Íslandi, á Norðurlöndum og í Þýskalandi og samanburði á Sjónvarpinu við Stöð 2 og norrænar og þýskar sjónvarpsstöðvar. Niðurstaða mín var í stuttu máli sú að eðlilegt væri að hluti af þeim fjármunum sem nú fara til reksturs Sjónvarpsins yrði settur í sjóð til að fjármagna einstaka framleiðsluþætti. Þær sjónvarpsstöðvar sem gætu sótt í þennan sjóð þyrftu að skuldbinda sig til að halda úti dagskrá sem stæðist ákveðnar gæðakröfur. Það má sjá fyrir sér ýmsar útfærslur á þessu fyrirkomulagi og óþarfi að hrökkva í baklás þótt viðraðar séu hugmyndir sem gætu stuðlað að lausn þess vanda sem óneitanlega fylgir rekstri ríkisfjölmiðils í samkeppnisumhverfi. Ef Rás 1 og Rás 2 eru skoðaðar sést strax að þær eiga ekki við sambærilegan réttlætingarvanda að stríða og Ríkissjónvarpið. Þrátt fyrir að nær aldarfjórðungur sé liðinn frá því að fyrsta einkarekna útvarpsstöðin hóf útsendingar hefur sérstaða Rásar 1 sem menningarstofnunar haldist og Rás 2 fylgir fast á eftir á sínu sviði. Með því að aðskilja útvarps og sjónvarpshluta RÚV mætti tryggja viðgang rásanna sem fyrir eru og bæta þeirri þriðju við sem löngu er orðið tímabært. Líklega er reksturinn á Rás 1 og Rás 2 einstakur í samanburði við sambærilegar stofnanir hvar sem er í heiminum og geta Íslendingar verið stoltir af. Þess ber að geta að aðskilnaður útvarps og sjónvarps myndi geta tryggt útvarp allra landsmanna, endurreisn landshlutastöðvanna og fréttastofu Útvarpsins. Ég sé að Pétur er sammála mér um hættuna sem íslensku samfélagi stafar af veikburða fjölmiðlum. Ég hvet Pétur og alla þá sem láta sér annt um menningarlega velferð þjóðarinnar að takast efnislega á við hugmyndir um frjálsa fjölmiðlun á Íslandi hvaðan sem þær eru sprottnar. Höfundur er aðjúnkt við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu 24. febrúar fjallar Pétur Gunnarsson, rithöfundur, um hugmyndir sem ég hef sett fram um almannaútvarp. Þótt mér finnist Pétur stríða við annað en skoðanir mínar kann ég honum þakkir fyrir að halda áfram vangaveltum um þessi mál. Í erindi sem ég hélt við Háskólann á Akureyri 17. febrúar komst ég að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum bæri að aðskilja útvarp og sjónvarp í þeim tilgangi að jafna stöðu þeirra sjónvarpsstöðva sem hér eru reknar og tryggja rekstur útvarpsrásanna með viðunandi hætti. Færði ég rök fyrir því að Sjónvarpið hefði enga þá menningarlegu sérstöðu sem réttlætti ríkisrekstur, hvert sem formið væri en hins vegar hefði Rás 1 og reyndar Rás 2 tekist með ágætum, við erfiðar aðstæður, að sinna hinu þríþætta hlutverki sínu að mennta, skemmta og fræða. Þá ályktun dró ég af samanburði á útvarpsrásum RÚV við aðrar útvarpsrásir og –stöðvar á Íslandi, á Norðurlöndum og í Þýskalandi og samanburði á Sjónvarpinu við Stöð 2 og norrænar og þýskar sjónvarpsstöðvar. Niðurstaða mín var í stuttu máli sú að eðlilegt væri að hluti af þeim fjármunum sem nú fara til reksturs Sjónvarpsins yrði settur í sjóð til að fjármagna einstaka framleiðsluþætti. Þær sjónvarpsstöðvar sem gætu sótt í þennan sjóð þyrftu að skuldbinda sig til að halda úti dagskrá sem stæðist ákveðnar gæðakröfur. Það má sjá fyrir sér ýmsar útfærslur á þessu fyrirkomulagi og óþarfi að hrökkva í baklás þótt viðraðar séu hugmyndir sem gætu stuðlað að lausn þess vanda sem óneitanlega fylgir rekstri ríkisfjölmiðils í samkeppnisumhverfi. Ef Rás 1 og Rás 2 eru skoðaðar sést strax að þær eiga ekki við sambærilegan réttlætingarvanda að stríða og Ríkissjónvarpið. Þrátt fyrir að nær aldarfjórðungur sé liðinn frá því að fyrsta einkarekna útvarpsstöðin hóf útsendingar hefur sérstaða Rásar 1 sem menningarstofnunar haldist og Rás 2 fylgir fast á eftir á sínu sviði. Með því að aðskilja útvarps og sjónvarpshluta RÚV mætti tryggja viðgang rásanna sem fyrir eru og bæta þeirri þriðju við sem löngu er orðið tímabært. Líklega er reksturinn á Rás 1 og Rás 2 einstakur í samanburði við sambærilegar stofnanir hvar sem er í heiminum og geta Íslendingar verið stoltir af. Þess ber að geta að aðskilnaður útvarps og sjónvarps myndi geta tryggt útvarp allra landsmanna, endurreisn landshlutastöðvanna og fréttastofu Útvarpsins. Ég sé að Pétur er sammála mér um hættuna sem íslensku samfélagi stafar af veikburða fjölmiðlum. Ég hvet Pétur og alla þá sem láta sér annt um menningarlega velferð þjóðarinnar að takast efnislega á við hugmyndir um frjálsa fjölmiðlun á Íslandi hvaðan sem þær eru sprottnar. Höfundur er aðjúnkt við Háskólann á Akureyri.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun