Innlent

Samstarfið gengur vel

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Dagur B. Eggertsson og Jón Gnarr.
Dagur B. Eggertsson og Jón Gnarr. Mynd/Valgarður Gíslason
„Jón er borgarstjóri og hann stendur sig mjög vel, en þetta er líka hópvinna. Við erum ekki bara ein í Samfylkingunni og Besta flokknum að stjórna. Við gerum það með stórum hópi harðsnúinna starfsmanna Reykjavíkurborgar og síðan viljum við líka vinna með þeim sem eru í hinum flokkunum," segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, aðspurður hvort hann sé hinn raunverulegi borgarstjóri í Reykjavík.

Rætt var við Dag að loknum fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar var Dagur meðal annars spurður um samstarfið við Besta flokkinn og Jón Gnarr, borgarstjóra.

Hægt er að nálgast viðtalið hér.

Dagur sagði að það væri gott að vinna með Jóni og öllum í Besta flokknum.

„Það er ákveðin ferskleiki sem fylgir ekki bara þessum hópi og Jóni heldur líka því að fá nýtt upphaf eftir hrun í þessum erfiðu verkefnum. Þá kemur einn stór hópur sem er ekki með pólitískan bakpoka og hefur kjark til þess að horfa á hlutina frá nýjum áttum vegna þess að til þess að ná í gegnum fjárhagslega erfiðleika og annað þurfum við að endurhugsa mjög marga hluti. Endurskipuleggja þá, gera þá á nýjan og ódýran hátt, en vonandi á hátt sem verður betri fyrir þá sem við erum að þjóna," sagði Dagur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×