Fann níu mjálmandi ketti í kartöflupoka 18. desember 2010 08:30 Níu lifandi kettir fundust í strigapoka í Heiðmörk í fyrradag. Augljóst var að lóga átti köttunum með grimmilegri aðferð. Ekki í fyrsta sinn sem svona er gert. „Það er skelfilegt að henda svona dýrum út,“ segir starfsmaður í Kattholti. Myndin er úr safni. „Það er hræðilegt að einhver skuli gera svona," segir Elín G. Folha, starfsmaður í Kattholti. Maður á fertugsaldri fann níu lifandi ketti í stórum kartöflupoka þegar hann var á gangi með hundinn sinn í Heiðmörk í fyrradag. Hundurinn heyrði kettina mjálma og hljóp af stað. Þegar manninn bar að sá hann hvar pokinn lá úti í hrauni og búið að binda fyrir. Augljóst var að lóga átti köttunum með grimmilegri aðferð. Kettirnir eru þriggja mánaða gamlir og upp í eins árs. Maðurinn brást skjótt við, sótti búr í bílinn sinn og tók kettina með sér heim. Í gær hafði hann svo samband við Kattholt og kom fimm þeirra í fóstur. Maðurinn ætlar að reyna að finna hinum köttunum fjórum heimili, annars fara þeir líka í Kattholt. Elín hjá Kattholti segir að kettirnir séu ekki illa hirtir en þeir séu mjög hvekktir. „Dýrin eru rosalega inni í sér. Ef ég reyni að klappa þeim fara þau undan í flæmingi. Það er eins og þau hafi verið barin eða eitthvað. Ein af læðunum er þó farin að koma til. En fressarnir og hinar læðurnar tvær eru ekki nógu góðar. Ég veit ekki hvað hefur gengið á hjá þeim áður. Það er óhugnanlegt að vita til þess að fólk vinni svona myrkraverk." Elín segir að svona mál komi upp nokkrum sinnum á ári. Stundum eru kettirnir sem skildir eru eftir fyrir utan athvarfið nær dauða en lífi. Stundum eru þeir dauðir. „Það er skelfilegt að henda svona dýrum út," segir Elín. Hún segir að starfsmenn Kattholts tilkynni svona mál jafnóðum til Dýraverndarsambandsins en það beri því miður ekki árangur. „Við reynum það sem við getum gert en oftast er bara ekkert hægt að gera. Það veit enginn hver eigandi dýranna er," segir Elín í Kattholti. kristjan@frettabladid.is Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Goddur er látinn Innlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Það er hræðilegt að einhver skuli gera svona," segir Elín G. Folha, starfsmaður í Kattholti. Maður á fertugsaldri fann níu lifandi ketti í stórum kartöflupoka þegar hann var á gangi með hundinn sinn í Heiðmörk í fyrradag. Hundurinn heyrði kettina mjálma og hljóp af stað. Þegar manninn bar að sá hann hvar pokinn lá úti í hrauni og búið að binda fyrir. Augljóst var að lóga átti köttunum með grimmilegri aðferð. Kettirnir eru þriggja mánaða gamlir og upp í eins árs. Maðurinn brást skjótt við, sótti búr í bílinn sinn og tók kettina með sér heim. Í gær hafði hann svo samband við Kattholt og kom fimm þeirra í fóstur. Maðurinn ætlar að reyna að finna hinum köttunum fjórum heimili, annars fara þeir líka í Kattholt. Elín hjá Kattholti segir að kettirnir séu ekki illa hirtir en þeir séu mjög hvekktir. „Dýrin eru rosalega inni í sér. Ef ég reyni að klappa þeim fara þau undan í flæmingi. Það er eins og þau hafi verið barin eða eitthvað. Ein af læðunum er þó farin að koma til. En fressarnir og hinar læðurnar tvær eru ekki nógu góðar. Ég veit ekki hvað hefur gengið á hjá þeim áður. Það er óhugnanlegt að vita til þess að fólk vinni svona myrkraverk." Elín segir að svona mál komi upp nokkrum sinnum á ári. Stundum eru kettirnir sem skildir eru eftir fyrir utan athvarfið nær dauða en lífi. Stundum eru þeir dauðir. „Það er skelfilegt að henda svona dýrum út," segir Elín. Hún segir að starfsmenn Kattholts tilkynni svona mál jafnóðum til Dýraverndarsambandsins en það beri því miður ekki árangur. „Við reynum það sem við getum gert en oftast er bara ekkert hægt að gera. Það veit enginn hver eigandi dýranna er," segir Elín í Kattholti. kristjan@frettabladid.is
Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Goddur er látinn Innlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent