Innlent

Vilja auka tíðni strætóferða

Mynd/Stefán Karlsson
„Þau tíðindi urðu á fundi borgarstjórnar að fulltrúar allra flokka lýstu sig fylgjandi tillögu Samfylkingarinnar um að 10 mínútna tíðni á stofnleiðum yrði endurvakin. Þessi aukna og örugga tíðni í almenningssamgöngum var aflögð í upphafi kjörtímabilsins," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, í tilkynningu.

Hann segir að sérstakt tækifæri hafi opnast í málaflokknum með nýrri samgönguáætlun sem nú liggi fyrir Alþingi. Þar sé í fyrsta skipti opnað á kostnaðarþátttöku ríkissjóðs í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. „Ætti því að vera hægt að auka tíðni strætó í áföngum á komandi kjörtímabili og er vonandi að sú samstaða sem birtist í umræðum í borgarstjórn á fundi hennar í dag haldist."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×