Lífið

Ætlar ekki að æla í beinni

„Mér er búið að líða ágætlega fyrir utan stanslausa ógleði fyrstu mánuðina upp á dag. Mér er stundum óglatt en ekki á hverjum degi. Það kemur öðru hverju uppkast."
„Mér er búið að líða ágætlega fyrir utan stanslausa ógleði fyrstu mánuðina upp á dag. Mér er stundum óglatt en ekki á hverjum degi. Það kemur öðru hverju uppkast."

Vísir hafði samband við söngkonuna Önnu Hlín sem lenti í öðru sæti í síðustu Idol-keppni, en hún á von á sínu fyrsta barni 5. júlí næstkomandi.

Hvernig hefur þér liðið á meðgöngunni hingað til? „Mér er búið að líða ágætlega fyrir utan stanslausa ógleði fyrstu mánuðina upp á dag," svarar Anna Hlín og bætir við:

„Mér er stundum óglatt en ekki á hverjum degi. Það kemur öðru hverju uppkast."

Anna Hlín er sett 5. júlí næstkomandi.

„Ég finn að það er minna pláss fyrir lungun en það er enginn þrýstingur og alls ekkert erfitt að anda," svarar Anna Hlín spurð hvernig er að syngja ólétt.

Hvað með laugardagskvöldið er hætta á að þú ælir í beinni útsendingu? „Nei, það gerist ekki á kvöldin! Bara á morgnana. Ég borða bara nóg yfir daginn á laugardaginn," svarar hún hlæjandi.

Anna Hlín flytur lagið Komdu á morgun til mín, eftir Grétar Sigurbergsson, í Söngvakeppni Sjónvarpsins næsta laugardag.

Finnur þú fyrir stressi fyrir keppnina? „Nei ekkert frekar en venjulega. Ég er svo róleg yfir þessu. Þetta er eins og að koma fram á tónleikum og mér finnst þægilegt að koma fram."

„Ég verð í kjól sem frænkur mínar eru að prjóna en þær eru með fyrirtæki sem heitir Icelandic wool," segir Anna Hlín þegar talið berst að útlitinu á laugardaginn.

„Svo verð ég með skartgripi frá Jens í Kringlunni. Frænka mín, Sigrún Hólm Jónsdóttir, ætlar að hjálpa mér með neglur og hár og stíliseringu sér Haffi Haff um."-elly@365.is

Hlusta á lagið „Komdu á morgun til mín" hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.