Frægir bregðast við hamförunum á Haítí 15. janúar 2010 07:00 Wyclef Jean flaug til föðurlands síns til að aðstoða við hjálparstarfið. Brad Pitt og Angelina Jolie gáfu milljón dollara til Lækna án landamæra og Oprah Winfrey, Chris Martin og Ben Stiller hafa öll vakið athygli á þeim skelfilegu aðstæðum nú blasa við íbúum Haítí. Oprah Winfrey, Ben Stiller, Brad Pitt, Angelina Jolie og hljómsveitin Coldplay eru á meðal þeirra sem hafa hvatt almenning til að aðstoða þá sem eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans á Haítí. Leikarahjónin Brad Pitt og Angelina Jolie hafa lagt fram eina milljón dollara til samtakanna Læknar án landamæra vegna hjálparstarfsins á Haítí. „Við gerum okkur grein fyrir því að skjót viðbrögð eru mikilvæg til að hjálpa þeim mikla fjölda fólks sem er heimilislaus og þeim sem þurfa mest á hjálp að halda,“ sagði Pitt í yfirlýsingu sinni. Kollegi hans Ben Stiller skrifaði á Twitter-síðu sína að Haítíbúar þyrftu á hjálp okkar að halda og svipuð skilaboð hafa stjörnur á borð við Paris Hilton, Lindsay Lohan og Adam Lambert sent frá sér. Söngvarinn Wyclef Jean, sem sló í gegn í hljómsveitinni The Fugees, er frá Haítí. Hann er kominn til föðurlands síns til að leggja sitt af mörkum við hjálparstarfið. „Ég get varla lýst því hversu mikill harmleikur þetta er. Ef fólk gerir ekkert til að hjálpa til á þetta bara eftir að versna,“ sagði hann. „Við verðum að bregðast strax við.“ Oprah Winfrey hóf spjallþátt sinn á miðvikudag með því að hvetja áhorfendur til að láta fé af hendi rakna til Rauða krossins. „Núna verðum við að sameinast og styðja þá sem eiga um sárt að binda,“ sagði hún. Chris Martin, söngvari Coldplay, er á sama máli og hvetur fólk til að styðja góðgerðarsamtökin Oxfam sem hafa um árin stundað hjálparstarf á Haítí. „Ég heimsótti Haítí með Oxfam fyrir nokkrum árum. Þetta er mjög fátækt land og þarna er erfitt að búa. Flest fólkið í höfuðborginni Port-au-Prince býr í hreysum. Jarðskjálftinn sem gekk yfir Haítí hefur breytt borginni í algjört helvíti,“ sagði hann. freyr@frettabladid.is ffff Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
Oprah Winfrey, Ben Stiller, Brad Pitt, Angelina Jolie og hljómsveitin Coldplay eru á meðal þeirra sem hafa hvatt almenning til að aðstoða þá sem eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans á Haítí. Leikarahjónin Brad Pitt og Angelina Jolie hafa lagt fram eina milljón dollara til samtakanna Læknar án landamæra vegna hjálparstarfsins á Haítí. „Við gerum okkur grein fyrir því að skjót viðbrögð eru mikilvæg til að hjálpa þeim mikla fjölda fólks sem er heimilislaus og þeim sem þurfa mest á hjálp að halda,“ sagði Pitt í yfirlýsingu sinni. Kollegi hans Ben Stiller skrifaði á Twitter-síðu sína að Haítíbúar þyrftu á hjálp okkar að halda og svipuð skilaboð hafa stjörnur á borð við Paris Hilton, Lindsay Lohan og Adam Lambert sent frá sér. Söngvarinn Wyclef Jean, sem sló í gegn í hljómsveitinni The Fugees, er frá Haítí. Hann er kominn til föðurlands síns til að leggja sitt af mörkum við hjálparstarfið. „Ég get varla lýst því hversu mikill harmleikur þetta er. Ef fólk gerir ekkert til að hjálpa til á þetta bara eftir að versna,“ sagði hann. „Við verðum að bregðast strax við.“ Oprah Winfrey hóf spjallþátt sinn á miðvikudag með því að hvetja áhorfendur til að láta fé af hendi rakna til Rauða krossins. „Núna verðum við að sameinast og styðja þá sem eiga um sárt að binda,“ sagði hún. Chris Martin, söngvari Coldplay, er á sama máli og hvetur fólk til að styðja góðgerðarsamtökin Oxfam sem hafa um árin stundað hjálparstarf á Haítí. „Ég heimsótti Haítí með Oxfam fyrir nokkrum árum. Þetta er mjög fátækt land og þarna er erfitt að búa. Flest fólkið í höfuðborginni Port-au-Prince býr í hreysum. Jarðskjálftinn sem gekk yfir Haítí hefur breytt borginni í algjört helvíti,“ sagði hann. freyr@frettabladid.is ffff
Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira