Ragnar sagði nei við Jón Gnarr 15. janúar 2010 06:00 Meðal þeirra sem hafa sagt já við Besta flokkinn eru Ágústa Eva, Þorsteinn Guðmundsson og Hugleikur Dagsson. Ragnar Bragason sagði hins vegar nei, hann hefur það prinsipp að taka aldrei þátt í stjórnmálum. Ragnar Bragason, leikstjóri Vaktar-seríanna, sagði nei við Jón Gnarr um að taka sæti á lista Besta flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Jón segir að leikstjórinn hafi sett sér það prinsipp að taka aldrei þátt í stjórnmálum. „Hann er svona prinsipp-maður og við þeim er erfitt að stugga,“ útskýrir Jón en bætir því við að Ragnar muni styðja flokkinn á bak við tjöldin þegar nær dregur kosningum. Jón ætti þó ekkert að þurfa að kvíða manneklu því fjöldi þekktra Íslendinga hefur þekkst boð um að taka sæti á listanum. Þeirra á meðal eru fóstbræðurnir Þorsteinn Guðmundsson og Sigurjón Kjartansson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Hugleikur Dagsson og tónlistamaðurinn Barði Jóhannsson. Jón reiknar með því að skila öllum tilskildum gögnum til yfirkjörstjórnar á réttum tíma en kosningar verða laugardaginn 29.maí. Hann hefur þó ekki gert það upp við sig hvort sérstök kosningaskrifstofa flokksins verði opnuð en nýr vefur ætti að líta dagsins ljós um eða eftir helgi. Þá ætti jafnframt endanlegur listi að vera kominn á hreint. „Ég er kominn með kennitölu og bankareikning sem fólk getur lagt inn á til að leggja okkur lið,“ segir Jón enda fá nýjar stjórnmálahreyfingar engan pening frá hinu opinbera fyrr en þær eru komnar með kjörna fulltrúa. Jón er bjartsýnn á að flokkurinn muni ná góðu gengi í borgarstjórnarkosningunum en hann lítur á þær sem einhvers konar generalprufu fyrir alþingiskosningarnar. „Stefna Besta flokksins er ekkert leyndarmál, hún er að koma manni inn á þing.“- fgg Jón Gnarr, leikari Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
Ragnar Bragason, leikstjóri Vaktar-seríanna, sagði nei við Jón Gnarr um að taka sæti á lista Besta flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Jón segir að leikstjórinn hafi sett sér það prinsipp að taka aldrei þátt í stjórnmálum. „Hann er svona prinsipp-maður og við þeim er erfitt að stugga,“ útskýrir Jón en bætir því við að Ragnar muni styðja flokkinn á bak við tjöldin þegar nær dregur kosningum. Jón ætti þó ekkert að þurfa að kvíða manneklu því fjöldi þekktra Íslendinga hefur þekkst boð um að taka sæti á listanum. Þeirra á meðal eru fóstbræðurnir Þorsteinn Guðmundsson og Sigurjón Kjartansson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Hugleikur Dagsson og tónlistamaðurinn Barði Jóhannsson. Jón reiknar með því að skila öllum tilskildum gögnum til yfirkjörstjórnar á réttum tíma en kosningar verða laugardaginn 29.maí. Hann hefur þó ekki gert það upp við sig hvort sérstök kosningaskrifstofa flokksins verði opnuð en nýr vefur ætti að líta dagsins ljós um eða eftir helgi. Þá ætti jafnframt endanlegur listi að vera kominn á hreint. „Ég er kominn með kennitölu og bankareikning sem fólk getur lagt inn á til að leggja okkur lið,“ segir Jón enda fá nýjar stjórnmálahreyfingar engan pening frá hinu opinbera fyrr en þær eru komnar með kjörna fulltrúa. Jón er bjartsýnn á að flokkurinn muni ná góðu gengi í borgarstjórnarkosningunum en hann lítur á þær sem einhvers konar generalprufu fyrir alþingiskosningarnar. „Stefna Besta flokksins er ekkert leyndarmál, hún er að koma manni inn á þing.“- fgg Jón Gnarr, leikari
Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira