Lífið

Silkimjúka syndin í Salnum

Jón Tryggvi.
Jón Tryggvi.

Tónlistarmaðurinn Jón Tryggvi Unnarsson, heldur útgáfutónleika sem fara fram í Salnum Kópavogi þann 28. Janúar kl 20:30.

Jón mun hafa einvalalið tónlistamanna til að galdra fram tóna af plötunni Silkimjúk er syndin, en þeir eru Óskar Þormarsson trymbill, Brynjar Páll Björnsson á bassa, Halldór Gunnar Pálsson á Rafgítar og Halldór Smárason á Hljómborð. Jón mun einnig njóta stuðnings Unnar Arndísardóttur í einu lagana.

Miða er hægt að nálgast á midi.is og salurinn.is og kostar hann 1500kr.-

Jón Tryggvi gaf út sína fyrstu sólóplötu 1. desember 2009 og heitir hún Silkimjúk er syndin og inniheldur 12 frumsamin lög, 10 frumsamda texta en tveir þeirra eru eftir Stein Steinarr og Davíð Stefánsson.

Þetta er þjóðlagaplata sem nær í áhrif sín frá bómullarökrum miðríkjanna og uppí námubæi klettafjallanna í Bandaríkjunum.

Hægt er að heyra tóndæmi af plötunni á www.jontryggvi.bandcamp.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.