Borgin vill minnka hraða á Hringbraut 15. nóvember 2010 06:00 Vegarkaflinn sem um ræðir Hraðakstur hefur verið vandamál á þessum vegarkafla og hafa nokkur umferðarslys orðið þarna. fréttablaðið/anton Borgaryfirvöld og Vegagerðin eiga í viðræðum um aðgerðir til að minnka slysahættu á ákveðnum kafla Hringbrautar. Um er að ræða þann hluta vegarins sem er á mörkum Miklubrautar og Hringbrautar við Bústaðavegsbrúna. Vegagerðin vill setja upp vegrið á svæðinu en borgaryfirvöld hallast að því að lækka umferðarhraða á svæðinu. Nokkur umferðarslys hafa átt sér stað á þessum kafla Hringbrautarinnar og eru menn á einu máli um að auka þurfi öryggi á staðnum. „Við höfum rætt mikið um að lækka þurfi hraða á þessum kafla. Það er mat einhverra sem ég hef rætt við í ráðinu og skoðun mín sem stendur að í stað þess að setja upp vegrið sem veitir fólki þá tilfinningu að það geti keyrt hraðar, þá sé betra að reyna að láta fólk virða þann hámarkshraða sem er í götunni,“ segir Karl Sigurðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur, og bætir við að taka verði tillit til fleiri sjónarmiða en eingöngu þess að bílasamgöngur séu greiðar, svo sem heilsu og ánægju íbúa í nágrenni vegarins. „Það mætti kannski fara í einhverjar lækkunaraðgerðir eða þá að sjá til þess að hraðinn haldist í sextíu kílómetrum á klukkustund með eftirliti,“ segir Karl. Jónas Snæbjörnsson, umdæmisstjóri hjá Vegagerðinni, segir það standa til af hálfu Vegagerðarinnar að reisa vegrið á þessum vegarkafla. „Það er okkar hugmynd. Við ætlum nú að ræða aðeins betur við borgaryfirvöld en við teljum nauðsynlegt að gera þetta meðan aðrar betri hugmyndir hafa ekki komið fram,“ segir Jónas. „Við eigum eftir að fá samþykki borgaryfirvalda en ef svo ber undir gerum við þetta í óþökk þeirra.“ Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, telur óráðlegt að lækka hámarkshraða á staðnum. „Það að taka hraðann niður á afmörkuðum kafla stofnbrautar skapar mikla truflun á flæði umferðar og hættu. Það jafnframt dregur úr virðingu ökumanna fyrir leyfðum hámarkshraða þegar hann er algjörlega á skjön við vegaðstæður,“ segir Einar. Spurður um þessa gagnrýni segir Karl Sigurðsson: „Þetta eru ákveðin sjónarmið en ég er ekki sammála þeim. Það er nú bara staðreynd að hámarkshraði er ekki virtur þarna eins og er og ég get ekki séð að menn muni bera minni virðingu fyrir honum verði hann lækkaður.“ magnusl@frettabladid.is Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
Borgaryfirvöld og Vegagerðin eiga í viðræðum um aðgerðir til að minnka slysahættu á ákveðnum kafla Hringbrautar. Um er að ræða þann hluta vegarins sem er á mörkum Miklubrautar og Hringbrautar við Bústaðavegsbrúna. Vegagerðin vill setja upp vegrið á svæðinu en borgaryfirvöld hallast að því að lækka umferðarhraða á svæðinu. Nokkur umferðarslys hafa átt sér stað á þessum kafla Hringbrautarinnar og eru menn á einu máli um að auka þurfi öryggi á staðnum. „Við höfum rætt mikið um að lækka þurfi hraða á þessum kafla. Það er mat einhverra sem ég hef rætt við í ráðinu og skoðun mín sem stendur að í stað þess að setja upp vegrið sem veitir fólki þá tilfinningu að það geti keyrt hraðar, þá sé betra að reyna að láta fólk virða þann hámarkshraða sem er í götunni,“ segir Karl Sigurðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur, og bætir við að taka verði tillit til fleiri sjónarmiða en eingöngu þess að bílasamgöngur séu greiðar, svo sem heilsu og ánægju íbúa í nágrenni vegarins. „Það mætti kannski fara í einhverjar lækkunaraðgerðir eða þá að sjá til þess að hraðinn haldist í sextíu kílómetrum á klukkustund með eftirliti,“ segir Karl. Jónas Snæbjörnsson, umdæmisstjóri hjá Vegagerðinni, segir það standa til af hálfu Vegagerðarinnar að reisa vegrið á þessum vegarkafla. „Það er okkar hugmynd. Við ætlum nú að ræða aðeins betur við borgaryfirvöld en við teljum nauðsynlegt að gera þetta meðan aðrar betri hugmyndir hafa ekki komið fram,“ segir Jónas. „Við eigum eftir að fá samþykki borgaryfirvalda en ef svo ber undir gerum við þetta í óþökk þeirra.“ Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, telur óráðlegt að lækka hámarkshraða á staðnum. „Það að taka hraðann niður á afmörkuðum kafla stofnbrautar skapar mikla truflun á flæði umferðar og hættu. Það jafnframt dregur úr virðingu ökumanna fyrir leyfðum hámarkshraða þegar hann er algjörlega á skjön við vegaðstæður,“ segir Einar. Spurður um þessa gagnrýni segir Karl Sigurðsson: „Þetta eru ákveðin sjónarmið en ég er ekki sammála þeim. Það er nú bara staðreynd að hámarkshraði er ekki virtur þarna eins og er og ég get ekki séð að menn muni bera minni virðingu fyrir honum verði hann lækkaður.“ magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira