Lífið

Geir vinsælastur á Facebook

Margir halda því fram að Obama hafi unnið forkosningarnar á sínum tíma með því að nota fésbókina og tvitter.
Margir halda því fram að Obama hafi unnið forkosningarnar á sínum tíma með því að nota fésbókina og tvitter.

Vinatenglasíðan Facebook nýtur sífellt meiri vinsælda á meðal frambjóðenda í kosningum og prófkjörum.

Vísir kynnti sér málin hjá frambjóðendum sem sækjast eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en fimm aðilar berjast um 5. sætið og allir eru með stuðningssíður á Facebook.

Geir Sveinsson á flesta aðdáendur miðað við stöðuna í gærkvöldi.

Hér má sjá stöðuna og linka inn á stuðningssíður frambjóðenda.

Geir Sveinsson - 1303 skráðir.

Júlíus Vífill Ingvarsson - 390 skráðir.

Kjartan Magnússon - 335 skráðir.

Gísli Marteinn - 820 skráðir.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir - 461 skráðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.