Sigmar reyndi að tala Þórhall ofan af ákvörðun sinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. janúar 2010 15:16 Sigmar Guðmundsson er núna starfandi ritstjóri Kastljóssins. Mynd/ Vilhelm. „Auðvitað virðir maður hans ákvörðun og hún er tekin algjörlega á hans forsendum en mér finnst mjög sárt að missa hann hérna úr húsinu," segir Sigmar Guðmundsson, sem er starfandi ritstjóri Kastljóssins, eftir að Þórhallur Gunnarsson sagði upp störfum í gær. „Við erum búnir að eiga mjög gott samstarf. Hann er bæði virkilega flinkur ritstjóri og góður félagi og vinur þannig að það eru allir hálfslegnir hérna. Ég reyndi mikið að tala hann ofan af þessu, en það gekk ekki," segir Sigmar. Þórhallur hafi sagt sér frá því í gær að hann væri búinn að taka ákvörðun um þetta. Sigmar segist ekki vita hvort hann muni taka við starfi ritstjóra Kastljóss til frambúðar. Hlutirnir hafi gerst svo hratt að hann og Páll Magnússon útvarpsstjóri hafi ekki haft tækifæri til að setjast niður og ræða hlutina almennilega. Sigmar viðurkennir þó að hann hafi metnað til þess að sinna starfinu til frambúðar. Sigmar hefur hingað til sinnt fleiri verkefnum hjá RÚV en dagskrárgerð í Kastljósinu því að hann sér líka um hinn feykivinsæla þátt Útsvar ásamt Þóru Arnórsdóttur. Hann segist ekki vita hvaða áhrif breytingarnar hafi á þá vinnu. Það er öruggt að Útsvar klárar veturinn og ég myndi nú frekar hallast að því að sá þáttur lifði eitthvað lengur miðað við áhorfstölur og fleira," segir Sigmar. Jóhanna Jóhannsdóttir er aðstoðardagskrárstjóri og mun gegna tímabundið stöðu dagskrárstjóra við brotthvarf Þórhalls. Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira
„Auðvitað virðir maður hans ákvörðun og hún er tekin algjörlega á hans forsendum en mér finnst mjög sárt að missa hann hérna úr húsinu," segir Sigmar Guðmundsson, sem er starfandi ritstjóri Kastljóssins, eftir að Þórhallur Gunnarsson sagði upp störfum í gær. „Við erum búnir að eiga mjög gott samstarf. Hann er bæði virkilega flinkur ritstjóri og góður félagi og vinur þannig að það eru allir hálfslegnir hérna. Ég reyndi mikið að tala hann ofan af þessu, en það gekk ekki," segir Sigmar. Þórhallur hafi sagt sér frá því í gær að hann væri búinn að taka ákvörðun um þetta. Sigmar segist ekki vita hvort hann muni taka við starfi ritstjóra Kastljóss til frambúðar. Hlutirnir hafi gerst svo hratt að hann og Páll Magnússon útvarpsstjóri hafi ekki haft tækifæri til að setjast niður og ræða hlutina almennilega. Sigmar viðurkennir þó að hann hafi metnað til þess að sinna starfinu til frambúðar. Sigmar hefur hingað til sinnt fleiri verkefnum hjá RÚV en dagskrárgerð í Kastljósinu því að hann sér líka um hinn feykivinsæla þátt Útsvar ásamt Þóru Arnórsdóttur. Hann segist ekki vita hvaða áhrif breytingarnar hafi á þá vinnu. Það er öruggt að Útsvar klárar veturinn og ég myndi nú frekar hallast að því að sá þáttur lifði eitthvað lengur miðað við áhorfstölur og fleira," segir Sigmar. Jóhanna Jóhannsdóttir er aðstoðardagskrárstjóri og mun gegna tímabundið stöðu dagskrárstjóra við brotthvarf Þórhalls.
Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira