Innlent

Laun rétt yfir markmiðum

Kostnaður Landspítala vegna launa á árinu 2009 nam 26.680 milljónum króna. Áætlun spítalans miðað við niður­skurðarkröfuna fyrir árið, sem var rúmlega 2.900 milljónir, var upp á 26.300 milljónir. Því er ljóst að launakostnaður var rúmlega einu prósenti yfir markmiðum á síðasta ári.

Þetta kemur fram í pistli Björns Zoëga, forstjóra LSH, á heimasíðu LSH. Þar kemur fram að í lok ágúst var yfirkeyrslan í launum um fimm prósent svo verulegur árangur náðist á síðustu mánuðum ársins.

Frá september til loka ársins var fækkað um sjötíu stöðugildi á Landspítalanum, að mestu án uppsagna. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×