Lífið

Sigraði ljósmyndakeppni Jól.is - mynd

Daníel fékk hágæða Sony myndavél, að andvirði kr. 114.990 í verðlaun í ljósmyndakeppni Vísis og Sony Center.
Daníel fékk hágæða Sony myndavél, að andvirði kr. 114.990 í verðlaun í ljósmyndakeppni Vísis og Sony Center.

„Þetta er sex ára sonur minn," svarar Daníel Stefán Halldórsson sem bar sigur úr bítum í ljósmyndakeppni Visir.is og Sony Center á jólavefnum Jól.is.

950 notendur Vísis sendu inn skemmtileg augnablik úr jólaundirbúningnum og jólahaldinu.

„Þetta kom mér mjög á óvart því mér fannst margar myndir í keppninni persónulega mjög flottar," segir Daníel ánægður og bætir við:

„Ég hef ekkert notað nýju vélina. Konan vill nota hana því ég er með manual vél sem henni finnst leiðinlegt að nota. Þessi vél er alveg fullkomin fyrir hana."

Í myndasafni má sjá sigurmyndina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.