Fjármálaráðherra: Menn á villigötum telji þeir aðstæður ekki alvarlegar Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2010 18:36 Fjármálaráðherra segir menn á miklum villigötum ef þeir haldi að aðstæður á Íslandi séu ekki alvarlegar. Forsætisráðherra segir öll lán til fjárfestinga, atvinnulifs, orkuframkvæmda og sveitarfélaga stöðvast á meðan Icesavemálið og efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins séu í óvissu. Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave lögin fer fram laugardaginn 6. mars og utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst á fimmtudag í næstu viku, samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar í samráði við dómsmálaráðherra og landskjörstjórn. Forsætis- og fjármálaráðherra sögðu ekkert liggja fyrir eftir viðræður við Breta, Hollendinga, Norðurlöndin og evrópusambandið hvort nýjar samningaviðræður fari fram. Svör við því gætu legið fyrir á morgun. En í gærkvöldi náðu forystumenn stjórnar og stjórnarandstöðu samkomulagi um hvernig yrði skipað í samninganefnd Íslands komi til viðræðna. Fjármálaráðherra segir Íslendinga geta haft alls konar hugmyndir um nýjar samningaviðræður, en þeir ráði ekki ferðinni þar einir. Standard or Poors og fleiri hafa lýst dökkum aðstæðum á Íslandi náist ekki niðurstaða í Icesavemálinu, með Ísland í rusllánaflokki og enn frekara falli krónunnar. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að það geti hver og einn lesið í þær aðstæður sem uppi eru nú. Hann bætir við að ef menn telji þetta ekki alvarlegar aðstæður þá eru hinir sömu á villigötum. Sjálfur segist hann hafa djúpar áhyggjur. Forsætisráðherra tekur undir þetta og varar við þvi að það dragist að fá endurskoðun efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og þar með lán þaðan og frá Norðurlöndunum. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Fjármálaráðherra segir menn á miklum villigötum ef þeir haldi að aðstæður á Íslandi séu ekki alvarlegar. Forsætisráðherra segir öll lán til fjárfestinga, atvinnulifs, orkuframkvæmda og sveitarfélaga stöðvast á meðan Icesavemálið og efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins séu í óvissu. Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave lögin fer fram laugardaginn 6. mars og utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst á fimmtudag í næstu viku, samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar í samráði við dómsmálaráðherra og landskjörstjórn. Forsætis- og fjármálaráðherra sögðu ekkert liggja fyrir eftir viðræður við Breta, Hollendinga, Norðurlöndin og evrópusambandið hvort nýjar samningaviðræður fari fram. Svör við því gætu legið fyrir á morgun. En í gærkvöldi náðu forystumenn stjórnar og stjórnarandstöðu samkomulagi um hvernig yrði skipað í samninganefnd Íslands komi til viðræðna. Fjármálaráðherra segir Íslendinga geta haft alls konar hugmyndir um nýjar samningaviðræður, en þeir ráði ekki ferðinni þar einir. Standard or Poors og fleiri hafa lýst dökkum aðstæðum á Íslandi náist ekki niðurstaða í Icesavemálinu, með Ísland í rusllánaflokki og enn frekara falli krónunnar. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að það geti hver og einn lesið í þær aðstæður sem uppi eru nú. Hann bætir við að ef menn telji þetta ekki alvarlegar aðstæður þá eru hinir sömu á villigötum. Sjálfur segist hann hafa djúpar áhyggjur. Forsætisráðherra tekur undir þetta og varar við þvi að það dragist að fá endurskoðun efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og þar með lán þaðan og frá Norðurlöndunum.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira