Innlent

Fyrsta beina flugið í bígerð

Helgina 12. til 14. febrúar næstkomandi verður í fyrsta sinn farið í beint áætlunar­flug á milli Vestmannaeyja og Akureyrar, tvisvar sinnum fram og til baka, að því er fram kemur á vef Akureyrarbæjar.

„Þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir Norðlendinga til að skreppa til „suðrænna eyja" og njóta þess að ganga á grænu grasi í febrúar. Sérstaklega ættu kylfingar að kætast því Golfklúbbur Vestmannaeyja ætlar að standa fyrir „Suðurhafseyja open"-golfmóti laugardaginn 13. febrúar," segir þar jafnframt. Flugfélag Íslands annast flugið.- óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×