Þorgrímur Þráins og Jói Fel auglýsa The Silver 20. janúar 2010 06:00 Komnir í Silfur-ævintýrið <B>Þorgrímur Þráins</B>, <B>Jói Fel</B> og <B>Ragnheiður Gröndal</B> eru meðal þeirra sem auglýsa tvær nýjar tegundir af hárgelinu The Silver sem landsliðsmennirnir <B>Logi Geirsson</B> og <B>Björgvin Páll Gústavsson</B> eru ábyrgir fyrir. Alls hafa í kringum tíu þúsund dósir selst af The Silver-gelinu. Íslensku landsliðshetjurnar Björgvin Páll Gústafsson og Logi Geirsson hefja Evrópumótið í Austurríki með stæl. Því í dag koma á markað tvær nýjar tegundir í hárgels-línunni þeirra, The Silver. Þær heita Look 3 og The New Look. Landsliðsmennirnir fengu síðan Stefán Drengsson hjá drengsson pics til að gera auglýsingu fyrir sig þar sem þjóðþekkt andlit leggja blessun sína yfir vöruna. Meðal þeirra má nefna Þorgrím Þráinsson, Jóa Fel, Ragnheiði Gröndal og Gulla Helga. „Þetta er auðvitað eina íslenska hárgelið og við höfum fengið fínar viðtökur, bæði frá hárgreiðslumönnum og svo fólki sem hefur fengið að prófa þessar nýju týpur," segir Björgvin í samtali við Fréttablaðið en hann var að sjálfsögðu á sínum stað í marki íslenska landsliðsins þegar það atti kappi við Serba í fyrsta leik landsliðsins á mótinu í gærkvöldi. Þegar umrædd frétt var skrifuð var ekki ljóst hvernig leikurinn fór en útlitið og hárið hefði ekki átt að þvælast fyrir þeim. Hárgelið The Silver kom á markað síðasta sumar og segir Björgvin að salan hafi gengið vonum framar. „Við erum búnir að selja í kringum tíu þúsund dósir en við setjum markið hátt og ætlum okkur að ná árangri á þessu sviði," segir Björgvin og upplýsir að þeir séu með fleiri vörutegundir í þróun sem eigi eftir að koma út í The Silver-línunni. Heyrst hefur að jafnvel sé að koma á markað ilmur fyrir karla en Björgvin vildi ekkert tjá sig um það mál. The Silver vakti athygli út fyrir landsteinana því þýska handboltatímaritið handball- world.com var með ítarlegt viðtal við þá félaga seint á síðasta ári. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira
Íslensku landsliðshetjurnar Björgvin Páll Gústafsson og Logi Geirsson hefja Evrópumótið í Austurríki með stæl. Því í dag koma á markað tvær nýjar tegundir í hárgels-línunni þeirra, The Silver. Þær heita Look 3 og The New Look. Landsliðsmennirnir fengu síðan Stefán Drengsson hjá drengsson pics til að gera auglýsingu fyrir sig þar sem þjóðþekkt andlit leggja blessun sína yfir vöruna. Meðal þeirra má nefna Þorgrím Þráinsson, Jóa Fel, Ragnheiði Gröndal og Gulla Helga. „Þetta er auðvitað eina íslenska hárgelið og við höfum fengið fínar viðtökur, bæði frá hárgreiðslumönnum og svo fólki sem hefur fengið að prófa þessar nýju týpur," segir Björgvin í samtali við Fréttablaðið en hann var að sjálfsögðu á sínum stað í marki íslenska landsliðsins þegar það atti kappi við Serba í fyrsta leik landsliðsins á mótinu í gærkvöldi. Þegar umrædd frétt var skrifuð var ekki ljóst hvernig leikurinn fór en útlitið og hárið hefði ekki átt að þvælast fyrir þeim. Hárgelið The Silver kom á markað síðasta sumar og segir Björgvin að salan hafi gengið vonum framar. „Við erum búnir að selja í kringum tíu þúsund dósir en við setjum markið hátt og ætlum okkur að ná árangri á þessu sviði," segir Björgvin og upplýsir að þeir séu með fleiri vörutegundir í þróun sem eigi eftir að koma út í The Silver-línunni. Heyrst hefur að jafnvel sé að koma á markað ilmur fyrir karla en Björgvin vildi ekkert tjá sig um það mál. The Silver vakti athygli út fyrir landsteinana því þýska handboltatímaritið handball- world.com var með ítarlegt viðtal við þá félaga seint á síðasta ári. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira