Lífið

Óútgefin lög frá Weezer

Strákarnir í Weezer senda frá sér tíu laga plötu í nóvember sem inniheldur aðeins óútgefin lög. Þetta er í alvöru umslagið.
Strákarnir í Weezer senda frá sér tíu laga plötu í nóvember sem inniheldur aðeins óútgefin lög. Þetta er í alvöru umslagið.
Hljómsveitin Weezer sendir í byrjun nóvember frá sér plötuna Death to False Metal. Platan inniheldur óútgefin lög sem voru samin og tekin upp á síðustu tveimur áratugum. Og já. Platan heitir í alvöru Death to False Metal og þetta er í alvöru umslagið hér til hliðar.

„Þetta eru frábær lög og frábærar upptökur,“ sagði söngvarinn Rivers Cuomo í samtali við breska tónlistartímaritið NME. „En af einhverri ástæðu komust þau ekki í gegnum niðurskurð fyrir plöturnar á sínum tíma.“

Platan inniheldur tíu lög sem hafa aldrei heyrst áður. Á meðal laganna er útgáfa Weezer-drengjanna á smellinum Un-Break My Heart, sem Toni Braxton söng svo eftirminnilega á tíunda áratugnum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.