Innlent

Gildi: Krafan um að stjórnin víki kolfelld

Frá fundinum í kvöld.
Frá fundinum í kvöld. Mynd/Sigurjón

Ársfundi Gildi lífeyrissjóðs lauk á tíunda tímanum í kvöld. Þar var borin upp krafa þess efnis að stjórn og stjónendur sjóðsins víki en fundurinn kolfelldi tillöguna. Fullt var út úr dyrum og mikill hiti í fundargestum.

Í seinni fréttum Ríkissjónvarpsins sagði Vilhjálmur Egilsson fráfarandi stjórnarformaður að krafan hefði enda verið ósanngjörn. Sjóðurinn væri að taka til hendinni og í framtíðinni ætlaði stjórnin sér að vera gagnrýnni á fjárfestingastefnu sjóðsins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×