Sjálfstæðisflokkurinn braut samkomulag sem stjórnmálaflokkarnir gerðu um auglýsingakostnað í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna. Samkomulagið fól í sér að heildarkostnaður hvers flokks vegna auglýsingabirtinga í fjölmiðlum yrði ekki hærri en 11 milljónir króna að meðtöldum virðisaukaskatti á tímabilinu 29. apríl til og með 29. maí.
Fyrirtækið Creditinfo hafði eftirlit með framkvæmdinni. Á umræddu tímabili varði Sjálfstæðisflokkurinn 11,8 milljónum í auglýsingar. Aðrir flokkar voru undir hámarkinu. Samfylkingin auglýsti fyrir 10,2 milljónir, Vinstri grænir 6,8 milljónir og Framsóknarflokkurinn 2,4 milljónir en flokkurinn auglýsti ekkert í sjónvarpi.
