Innlent

Færist til Landspítala til hausts

Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans.
Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Mynd/Pjetur

Landspítalinn tók um áramót við rekstri deildar L-1 á Landakoti, sem áður var í höndum Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar. Á deildinni búa á annan tug aldraðra, einkum fólk með heilabilun.

Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir um tímabundna ráðstöfun að ræða. Til standi að leggja deildina niður þegar nýtt hjúkrunarheimili í Mörkinni verði tekið í notkun. Búast megi við því að hjúkrunarheimilið verði tilbúið síðla sumars eða í haust. Þangað til muni spítalinn reka deildina samkvæmt samningi við heilbrigðisráðuneytið. - bj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×