Stéttarfélög leggjast gegn launafrystingu 9. júní 2010 04:00 Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, segir hugmyndir félagsmálaráðherra um frystingu launa ganga út á að sópa vandanum undir teppi. Mynd/Anton Forsvarsmenn Alþýðusambands Íslands, Bandalags háskólamanna og BSRB leggjast allir gegn hugmyndum Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra um að frysta laun opinberra starfsmanna næstu þrjú ár. Í grein í Fréttablaðinu í gær reifaði Árni Páll þá hugmynd að gerð yrði þjóðarsátt um að frysta laun og lífeyrisgreiðslur hins opinbera, þangað til fjárlagagatinu hefði verið lokað. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að með frystingu launa sé verið að sópa vandamálunum undir teppið. „Kaupmáttarskerðingin sem af þessu myndi hljótast myndi leiða af sér mikinn samdrátt. Það myndi lenda verst á þeim sem eru í mestum vanda og koma niður á tekjuöflun ríkisins." Gylfi segir hið opinbera verða að forgangsraða hvaða verkefnum það geti sinnt. „Við hjá verkalýðshreyfingunni erum til viðræðu um hvaða leiðir á að fara í því. En launafrysting er bara skammtímaaðgerð sem tekur ekki á rótum vandans." Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, bendir á að félagið hafi verið með lausa samninga síðan um mitt ár 2008. „Okkar félagsmenn hafa því búið við ákveðna launafrystingu og skerðingu síðan þá. Að leggja það til áfram til ársins 2013 er af og frá," segir hún og kallar hugmyndir félagsmálaráðherra árás á háskólamenntað fólk. Hún leggur til að ríkið marki sér skýra stefnu um opinbera þjónustu og ákveði niðurskurð með hliðsjón af því. „Við erum reiðubúin að taka þátt í slíkri umræðu en frekari frystingar á launum koma ekki til greina af okkar hálfu." Árni Stefán Jónsson, varaformaður BSRB, tekur í sama streng. „Að frysta laun er ein alvitlausasta aðgerð sem hægt er að fara í. Það þarf að halda við kaupmætti og auka við hann til að koma hjólum efnahagskerfisins af stað en ekki draga úr kaupmætti." Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, spyr sig hvort framsetning Árna Páls á þessum hugmyndum sé heppileg. „Það er betra að tala sig inn á niðurstöðu en að smella þessu fram með þessum hætti, það er að segja ef það er meining að baki þessu hjá ráðherranum." Vilhjálmur bendir jafnframt á að Árni Páll sé að tjá sig um mál sem eru ekki á hans borði, heldur Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Steingrímur sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær að málið hefði ekki verið rætt á fundinum og hugmyndirnar ótímabærar með tilliti til þess að unnið væri að fjárlagagerð fyrir árið 2011. Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Forsvarsmenn Alþýðusambands Íslands, Bandalags háskólamanna og BSRB leggjast allir gegn hugmyndum Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra um að frysta laun opinberra starfsmanna næstu þrjú ár. Í grein í Fréttablaðinu í gær reifaði Árni Páll þá hugmynd að gerð yrði þjóðarsátt um að frysta laun og lífeyrisgreiðslur hins opinbera, þangað til fjárlagagatinu hefði verið lokað. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að með frystingu launa sé verið að sópa vandamálunum undir teppið. „Kaupmáttarskerðingin sem af þessu myndi hljótast myndi leiða af sér mikinn samdrátt. Það myndi lenda verst á þeim sem eru í mestum vanda og koma niður á tekjuöflun ríkisins." Gylfi segir hið opinbera verða að forgangsraða hvaða verkefnum það geti sinnt. „Við hjá verkalýðshreyfingunni erum til viðræðu um hvaða leiðir á að fara í því. En launafrysting er bara skammtímaaðgerð sem tekur ekki á rótum vandans." Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, bendir á að félagið hafi verið með lausa samninga síðan um mitt ár 2008. „Okkar félagsmenn hafa því búið við ákveðna launafrystingu og skerðingu síðan þá. Að leggja það til áfram til ársins 2013 er af og frá," segir hún og kallar hugmyndir félagsmálaráðherra árás á háskólamenntað fólk. Hún leggur til að ríkið marki sér skýra stefnu um opinbera þjónustu og ákveði niðurskurð með hliðsjón af því. „Við erum reiðubúin að taka þátt í slíkri umræðu en frekari frystingar á launum koma ekki til greina af okkar hálfu." Árni Stefán Jónsson, varaformaður BSRB, tekur í sama streng. „Að frysta laun er ein alvitlausasta aðgerð sem hægt er að fara í. Það þarf að halda við kaupmætti og auka við hann til að koma hjólum efnahagskerfisins af stað en ekki draga úr kaupmætti." Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, spyr sig hvort framsetning Árna Páls á þessum hugmyndum sé heppileg. „Það er betra að tala sig inn á niðurstöðu en að smella þessu fram með þessum hætti, það er að segja ef það er meining að baki þessu hjá ráðherranum." Vilhjálmur bendir jafnframt á að Árni Páll sé að tjá sig um mál sem eru ekki á hans borði, heldur Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Steingrímur sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær að málið hefði ekki verið rætt á fundinum og hugmyndirnar ótímabærar með tilliti til þess að unnið væri að fjárlagagerð fyrir árið 2011.
Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira