Innlent

Lúðvík Geirsson telur sig njóta stuðnings hjá bæjarbúum

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segist ekki líta svo á að verkum hans sem bæjarstjóri hafi verið hafnað í sveitarstjórnarkosningunum.

„Samfylkingin fékk ekki umboð til að halda sínum meirihluta en ég get ekki litið svo á að það hafi komið fram höfnun á þeim verkum og því hlutverki sem ég hef gegnt hér sem bæjarstjóri," sagði Lúðvík spurður um það hvort hann teldi sér hafa verið hafnað í kosningunum.

Lúðvík var í sjötta sæti á lista Samfylkingarinnar, hinu svokallaða baráttusæti, og komst ekki inn í bæjarstjórn. Eins og kunnugt er tapaði Samfylkingin hreinum meirihluta sínum og fékk fimm menn kjörna.

Í frétt sem vefmiðilinn.Pressan birti þann 29. apríl síðastliðinn er haft eftir Lúðvíki: „Það er ljóst að kosningarnar í Hafnarfirði munu snúast um hvort bæjarstjórinn verði kjörinn eða ekki. Þær snúast um mig. Ég fór í baráttusætið til að verja stöðu Samfylkingarinnar."

Spurður út í þessi ummæli vísaði Lúðvík til þess stuðnings sem hann mældist með samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var meðal Hafnfirðinga í aðdraganda kosninganna. Í skoðanakönnuninni sögðust 67 prósent svarenda vilja Lúðvík áfram sem bæjarstjóra.

Lúðvík sagðist vera fyllilega bjartsýnn á komandi kjörtímabil og samstarfið við Vinstri græna og bætti því við að engin sérstök átakamál hefðu komið upp í viðræðum flokkanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×