Handbolti

Þrettán íslensk mörk í Düsseldorf

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiðmar Felixsson, leikmaður Lübbecke.
Heiðmar Felixsson, leikmaður Lübbecke. Nordic Photos / Bongarts

Düsseldorf og Lübbecke gerðu í dag jafntefli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, 22-22, þar sem Íslendingar komu mikið við sögu.

Sturla Ásgeirsson skoraði tvö mörk fyrir heimamenn en Þórir Ólafsson var markahæstur í liði Düsseldorf með sex mörk. Næstur kom Heiðmar Felixsson með fimm mörk.

Heiðmar var nálægt því að tryggja sínum mönnum sigur þar sem hann skoraði 22. mark Lübbecke þegar tæp mínúta var til leiksloka.

En heimamenn náði að jafna metin með marki á lokasekúndum leiksins.

Lübbecke er í tíunda sæti deildarinnar með 20 stig en Düsseldorf í sautjánda og næstneðsta sætinu með tíu stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×