Handbolti

HSÍ skiptir út merki sam­bandsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nýja og gamla merki Handknattleikssambands Íslands.
Nýja og gamla merki Handknattleikssambands Íslands. HSÍ

Handknattleikssamband Íslands hefur tekið þá ákvörðun að taka upp nýtt merki fyrir sambandið.

Það þekkja flestir gamla merki HSÍ sem hefur verið notað í marga áratugi.

Ný stjórn Handknattleikssambands Íslands vildi gera breytingar og kynnti nýtt merki sambandsins á kynningarfundi Olís- og Grill 66-deildum karla á Hlíðarenda í gær.

Það má sjá nýja merki á samfélagsmiðlum HSÍ.

Á fundinum var farið yfr ásýndarvinnu HSÍ, nýja heimasíðu, handboltapassan og Olís og Grill 66 deildir karla og kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×