Innlent

Sjálfboðaliðum vegna eldgossins safnað á Facebook

Gosið í Eyjafjallajökli séð frá Vestmannaeyjum.
Gosið í Eyjafjallajökli séð frá Vestmannaeyjum.

Síða á Facebook hefur verið stofnuð til þess að safna sjálfboðaliðum sem eru tilbúnir að aðstoða bændur og aðra íbúa á gossvæðinu.

Lífsskilyrði eru verulega erfið eins og fram hefur komið í fréttum undanfarið. Alls hafa um 2300 manns skráð sig í hópinn þegar þetta var skrifað.

Í lýsingu á síðunni má finna eftirfarandi texta: „Þetta gos er tignarlegt og gott myndefni, hins vegar er mikið af fólki sem er við það að missa allt sitt vegna öskufalls. Nú er tími til að við stöndum einu sinni saman sem þjóð og bjóðum fram okkar hjálp, hvort sem það verður vinna eða peningar. Takið þátt í þessum hóp og ef þetta gos dregst á langinn þá er hér hópur sem er tilbúinn að rétta fram hjálparhönd."

Fyrir áhugasama má nálgast heimasíðuna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×