Segir börn upplifa ógn í nágrenni við mótmæli Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. apríl 2010 22:39 Stefán Eiríksson segir að börn upplifi ógn í nálægð við mótmæli. Mynd/ Vilhelm. „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum. Það er ekkert launungarmál," segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, um mótmæli sem efnt hefur verið til fyrir framan heimili þingmannanna Steinunnar V. Óskarsdóttur og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. „Ástæðan er einföld og hún er sú að friðhelgi heimilanna er varin í stjórnarskrá og Mannréttindasáttmálanum. Og þegar menn beina mótmælaaðgerðum sínum að heimilum tiltekinna einstaklinga að þá eru menn að rjúfa friðhelgi heimila," segir Stefán. Hann bendir á að bæði sé verið að rjúfa friðhelgi heimila þeirra sem mótmælin beinast gegn og þeirra heimila sem eru í nágrenninu. „Við teljum því skýrt að það þurfi að bregðast við slíkum aðgeðrum. Við höfum verið að gera það og reynt að beita eins mildum og skynsömum aðgerðum og kostur er gegn þessum hópi mótmælenda," segir Stefán. Hann segist vonast til þess að fólk bregðist við þeim rökum sem lögreglan hafi fram að færa. Stefán segir að ástæðan sé mjög einföld. „Það er nú ekki fólk sem verður fyrir þessum mótmælum sem hefur mestar áhyggjur af þessu heldur ekki síður nágrannar þeirra," segir Stefán. Hann segir að lögreglan hafi fengið þær upplýsingar frá fólki úr nágrenni við slík mótmæli að börn hafi upplifað þau mjög sterkt og upplifað mikla ógn af þeim. „Þannig að það er ljóst að þessar aðgerðir eru ekki bara brot á friðhelgi heimila þeirra sem mótmælin beinast gegn heldur líka gegn heimilum annarra sem eru í nágrenninu og telja sér ógnað með þessari háttsemi," segir Stefán. Stefán bendir þó á að réttur fólks til að mótmæla sé líka mikilvægur og varinn í stjórnarskrá. „En þegar menn beita þeim réttindum með þeim hætti að þeir eru farnir að skerða réttindi og friðhelgi annarra að þá er það hlutverk lögreglu að koma í veg fyrir að menn beiti slíkum aðgerðum," segir Stefán. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Sjá meira
„Við lítum þetta mjög alvarlegum augum. Það er ekkert launungarmál," segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, um mótmæli sem efnt hefur verið til fyrir framan heimili þingmannanna Steinunnar V. Óskarsdóttur og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. „Ástæðan er einföld og hún er sú að friðhelgi heimilanna er varin í stjórnarskrá og Mannréttindasáttmálanum. Og þegar menn beina mótmælaaðgerðum sínum að heimilum tiltekinna einstaklinga að þá eru menn að rjúfa friðhelgi heimila," segir Stefán. Hann bendir á að bæði sé verið að rjúfa friðhelgi heimila þeirra sem mótmælin beinast gegn og þeirra heimila sem eru í nágrenninu. „Við teljum því skýrt að það þurfi að bregðast við slíkum aðgeðrum. Við höfum verið að gera það og reynt að beita eins mildum og skynsömum aðgerðum og kostur er gegn þessum hópi mótmælenda," segir Stefán. Hann segist vonast til þess að fólk bregðist við þeim rökum sem lögreglan hafi fram að færa. Stefán segir að ástæðan sé mjög einföld. „Það er nú ekki fólk sem verður fyrir þessum mótmælum sem hefur mestar áhyggjur af þessu heldur ekki síður nágrannar þeirra," segir Stefán. Hann segir að lögreglan hafi fengið þær upplýsingar frá fólki úr nágrenni við slík mótmæli að börn hafi upplifað þau mjög sterkt og upplifað mikla ógn af þeim. „Þannig að það er ljóst að þessar aðgerðir eru ekki bara brot á friðhelgi heimila þeirra sem mótmælin beinast gegn heldur líka gegn heimilum annarra sem eru í nágrenninu og telja sér ógnað með þessari háttsemi," segir Stefán. Stefán bendir þó á að réttur fólks til að mótmæla sé líka mikilvægur og varinn í stjórnarskrá. „En þegar menn beita þeim réttindum með þeim hætti að þeir eru farnir að skerða réttindi og friðhelgi annarra að þá er það hlutverk lögreglu að koma í veg fyrir að menn beiti slíkum aðgerðum," segir Stefán.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Sjá meira